Syrpa - 01.02.1920, Blaðsíða 17

Syrpa - 01.02.1920, Blaðsíða 17
S Y R P A 47 “Og eg er sá maSur, því miSur,” sagSi La Tour mjög stilli- lega. “Eg er æskuvinur hans og meSbiSill." “Nú vandast máliÖ, þykir mér,” sagSi Danton, saup á romm- inu og kveikti svo í pípunni. “Já, veriS þiÖ alveg vissir, aS slík mál draga jafnan gráan dilk á dftir sér. ” “Mér virÖist það mjög vel viðeigandi,” sagði La 1 our, “að eg geti þess, að eg er faeddur og uppalinn í Quebec, eins og mmn góði vinur, La Barre. Eg er kominn af hinni frægu La Tour ætt, sem svo lengi réð lögum og lofum í Normandíinu á sextándu og seytjándu öld; og kemur sú ætt llíka nokkuð við sögu Canada, einkum Acadíu (Nýja-Skotlands) . Faðir minn var lengi í sigling- um, og undi aldrei heima. Hann og móðir mín áttu ekki skap saman. Hún var örlynd og skapmikiþ en hann hægfara og nokk- uð þrár. Eg sá föður minn mjög sjaldan. Hann sá um það, að eg'fengi dágóða mentun, og að eg og móðir mín liðum ekki skort. — Eg veit ékki, hvað mikið a'f 'lundareinkennum foreldra minna eg hefi tekið að erfðum, en eg veit það, að eg varð snemma ásta- gjarn. Og eg var oft svo þunglyndur, þegar^eg var um tvítugt, að mig langaði til að fyrirfara mér. En iþað var minn elskulegi vinur, ha.nn La Barre þarna, sem dró mig upp úr því óguriega djúpi böilsýnis og ímyndaðra harma. Honum á eg það að þakka, að eg hefi með köflum séð hina bjartari hlið mannlífsins.” "Þunglyndi og böl'sýni er bölvað,’ sagði Danton. “Eg fann til þess um eitt skeið, þegar eg var unglingur; en karl faðir minn barði það úr sér með hesta->svipu." “Það er óefað mjög góð aðferð til þess, að útrýma þeim kvilla, éf það er gjört í tadka tíð,” sagði La Tour; "en þeirri lækn- ingar-að'ferð vart því miður, ekki beitt við mig. Eg var aldrei harðgjör og hafði aldrei löngun til að ferðast, og sat því ætíð heima, þegar vinur minn fór út um álla skóga til að veiða dýr og fugla. Eg undi þá bezt við það, að tala við kvenfó'lk, lesa ástar- æfintýri og reika út um Sléttar grundir í kvöldkyrðinni, eða sitja úti í fögrum lundi og láta mig dreyma um unaðssemdir lífsins: auð og metorð, 'fríðar konur og sælu ástarinnar.” “Slíkir dagdraumar taka álla dáð úr manni," sagði Danton; “maður verður að lifa í veruleikanum til þess að halda viti og heilsu. Þessi ímyndaða ástarsæla ungra manna gjörir þá kveif" aralega og ráðlausa. Og það iþarf að reka þann illa anda út úr þeim með ihnúta-svipum og sálti. Þá aðferð ha'fði karl faðir minn og gafst mæta vél. “Betur að allir ástsjúkir sveinar ættu sln'ka feður,” sagði La Tour. “En þó mér Iþætti þessi ástar-leiðsla sæl, jþá reif eg mig þó upp úr því móki með köflum og fór að gæta að hlutunum í kringum mig. — Og þegar vinur minn, ihann La Barre, var farinn hingað vestur í Rauðárdalinn, fyltist eg sterkri þrá til þess, að fara vestur á eftir honum, stunda dýraveiðar, eins og hann og verða hraustur og hugprúður. Eg var að vísu lengi að ráða þetta við mig, en að lokum herti eg upp hugann og lagði af stað vestur.

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.