Syrpa - 01.02.1920, Blaðsíða 24
54
S YRPA
UM LANDBÚNAD
Mjólkurkýr.
Mjól'kurkýr, eins og svo margt annaS, eiga ekki saman nema
nafnið. Þótt bændur í þessu landi (Canada og Bandaríkjunum)
ha'fi gert sér all-mikið far um, að útvega sér og ala upp góðar
mjólkurkýr, þá vantar mjög mikið á að þeir bafi enn náð hámarki
í þessu elfni. Og þótt íslenzkir bændur í þessu landi hafi fengið
orð á sig fyrir, að vera hygnari búhöldar en hinir enskumælandi
nábúar Iþeirra, að því leyti, að þeir 'háfa iha'ft meiri kvikfjárrækt
samhliða kornræktinni, !þá vantar mikið á, að þeir hafi lagt eins
mikla áherzlu á gott kyn og vera bar — hvort heldur til mjólkur
eða hollda.
Flestir bændur hafa hugmynd um, hvað kýr þær, er þeir nú
eiga, gefa af sér mánaðarlega og árlega í mjólk og smjöri. Til
samanlburðar prentum vér ihér — í þýðingu — fréttagrein (vestan
frá British Columbia), er sýnirt hvað beztu kýr gefa af sér. Grein-
in er dagsett 20. Desemlber síðastl. og hljóðar svo:
“Holstein-kýrin Zarilda Clothilde 3. De Kol hefir nú farið
fram úr öllum kúm, sem skýrslur ná yfir í Canada, hvað snertir
mjólkurmagn á einu ári, og það lá nærri að kýr þessi næði há-
marki alls heimsins. Zarilda hefir, síðan hún var komung, verið
álin upp á svonelíndu Colony-búi, í nánd við Essandale í British
ColumbiaJfylki, og getur nú, eftir hið síðasta afrek sitt, hvílt sig
sem sigurvegari, með því hún skarar fram úr hinum beztu kúm, er
sögur fara af í kúa-hjörðum Canada.
Nú í vikunni kom embættisleg tilkynning frá aðalstöð Ame'
rican-Friesian félaginu, í Délevan, Wisconsin-rfki, er inniheldur ná-
kvæmar skýrslur um hvað Zarilda gaf af sér í þá 365 daga, sem
verið var opinberlega að prófa mjólkurmagn hennar, undir um-
sjón Canada^stjórnar. Eftir skýrslunni gaf Zarilda af sér á árinu
33,153 pund (ensk) af mjólk, en í henni voru 1,194 pund áf
smjöri. Þetta mjólkurmagn er 88 pundum minna en úr Tilly Al-
cartra, sem er Holstein-kýr í California-ríki, og sem út lítur fyrir
að muni ná mjólkur-hámarki allra kúa í veröldinni, þegar lokið
er athugunum þeim, sem nú er verið að gera. --Næsti keppinaut-
ur Zarilda er Holstein-kýrin Jemima Johanna, í Riverside, og eru
eigendur hennar W. C. Houck & Son, í Black River í Ontario-
fylki. Mjólkurmagn hennar í eitc ár er 30,373 pund.
I síðasíliðin fimm ár hefir Zarilda verið að yfirstíga mjólkur-
magn annara kúa, en þetta ár var ihennar bezta ár. Þess skal samt