Verði ljós - 01.10.1896, Page 5
149
en sem henni er mest umhngað um að ná á sitt mál, á þcssa leið:
„Þarna getið þjer sjálfir sjeð, hvílík og hvers éðlis þessi lífsskoðun
er, scm kirkjan heldur fram; hoima fyrir prjedikar hún umburðar-
lyndi og stærir sig af því að vera, öllum öðrum trúarbrögðum
fremur, gegnsýrð af þessari dýrðlegu einkunn kærlcikans, en strax
þegar hún vcrður þess vör, að einhvcr cða einhverjir ckki vilja í
auðmýkt beygja sig fyrir kreddum hcnnar, hefir hún svo gjörsam-
lega gleymt kenningu sinni, að hún með hroka og harðýðgi of-
stækisins ræðst á sjerhverja frjálsa rannsókn, vill hopta og kúga
sjerhvorja framsóknarviðleitni hins mannlega anda og rjúfa fram-
faralögmál tilverunnar“!
En fjöldinn hlustar undrandi á þetta og gleipir við því sem
góðri og gildri vörn, af því að hann fær ekki koinið auga á hið
fráleita í slíkri rökseindaleiðslu. Og til þess svo að styrkja fjöld-
ann í þeirri skoðun, að svona sje nú hin kristna lífsstefna, drcgur
vantrúin fram af nægtabúri sínu öll þau söguleg dænii, er geta
sýnt, á hve lágu stigi umburðarlyndið hafi opt staðið i kirkjunni
fyr á tímum, já ekki aðeins dregur það fram, som mcð sanni má
segja um, að sje runnið af rót kirkjulegs umburðarleysis, hcldur
ieitast hún við að setja öll möguleg hryðjuverk, ójöfnuð og rang-
sleitni í samband við kirkjuna og ,,ofstæki“ hennar, þótt, þau sjeu af
alt öðrum rótum runnin.
Þannig dvelur vantrúin mcð sjerstaklegri ánægju við hryðju-
verk rannsóknar-dómstólanna á miðöldunum, við Húgenotta-ofsókn-
irnar og galdrabrennurnar, eða liún reiknar út, með nákvæmni
mestu, hvc margir men'n liafi látið lífið í hinum svokölluðu trúar-
bragðastyrjöldum, eða hún loks dvelur við afdrif einstakra manna,
bendir á menn oins og Húss og Savonarola eða Mikael Servede og
Guíordanó Brunó o. fl. og útmálar afdrif þeirra með hinum hrylli-
legustu iitum, til þess að varpa sem skærustu ijósi á umburðar-
leysi kirkjunnar og hinnar kristilegu lifsskoðunar. Allt þctta hef-
ir áhrif á fjöldann, sem einnig hjer lætur blekkjast af villandi
röksemdaleiðslu vantrúarinnar. Vantrúin voit það ofur vei, að
ekkcrt, af öllu þcssu er verk kristindómsins eða hinnar kristilegu
lífsskoðuriar í sjálfu sjer, heldur aðeins verk þeirra manna, er ým-
ist af blindum ákafa fyrir útbreiðslu trúarinnar eða varðvcizlu
þcss, er þeir hugðu vera rjetta trú, gleymdu þvi, að góðum til-
gangi verður aðeins náð með góðum meðulum, cilegar verk manna,
sem fyrir skemmilegs ávinnings sakir notuðu trúna sem skálkaskjól,
til þess að hylja með vonzku sina og motorðagirnd.