Verði ljós - 01.12.1896, Blaðsíða 2

Verði ljós - 01.12.1896, Blaðsíða 2
178 En hvorju blindni sætir sú, uð sinna fæstir þessu nú, og einskis meta miskunn þá, cr mannkyn loysti glötun frá? Ó heyr oss börn, þú barnið hæst! vjer biðjum: Drag oss þjer sem næst, að vjer af hjarta, hvert um sig, vor hjartans vinur, föðmum þig. Ó Jesú, þigg vorn kærleikskoss, í kærlciksfaðm þinn tak þú oss; við hjarta þitt vor hjörtu bind, að hjörtum svali náðarlind. Gegn spilling heims þú vörn oss veit, að vjer ei brjótum skírnarheit; til þín, til þín oss langa lát, og lát oss hafa á sannleik gát. Um æiibraut oss leið og lýs, að loks í þinni Paradís á unaðsmáli engla vjer um eilífð lofgjörð syngjum þjer. Ó, vin og bróðir, vjer í trú hjá vöggu þinni krjúpum nú; ó, lát oss þínum hástói hjá á himni þannig kropið fá.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.