Verði ljós - 01.12.1896, Blaðsíða 3
179
Fæðing ígsú og fæðing vor.
Jólahugleiðint; optir icetor Helgn Bál. Hálfdánarson.
Enn að nýju cr þá upprunninn oss sá hinn mikli og fagri
fagnaðardagur, sem allir vjer, er trúum á Jesúm Krist, liöldum
hátíðlegan í minningu fæðingar hans, sem er hið mesta furðuvcrk,
sem við liefir borið, hið mesta miskunnarverk, sem fram við oss
hefir komið. Enn að nýju höfum vjer heyrt blessaðan
jólaboðskapinn, guðspjallið allra guðspjalla, guðspjallið um fæðingu
frelsara vors og hina dásainlcgu atburði, sem henni urðu samfara.
Enn að nýju höfum vjer í anda verið leiddir til hinnar fjarlægu
Betlehemsborgar, til þess að sjá og heyra alt, sem gjörðist þar
hina dýrðlegu fæðingarnótt drottins vors Sú birta guðs, sem ljóm-
aði kringum hirðana, hefir enn að nýju ljómað vorri sálarsjón, og
lofsöngur englanna hljómað fyrir vorri andlegu heyrn. Og ásamt
hirðunum höfum vjer i anda nálægt oss jötunni, þar sem hið bless-
aða barn hvíkli. En þegar vjer í huga vorunt virðum fyrir oss
alt það, er gjörðist þessa dýrðlegu nótt, og hinar miklu afleíðingar
þess, þá gefur það oss tilefni til margra mikilvægra hugleiðinga.
Eins og ihugun þessa hlýtur öllu fremur að lypta huga vorum í
hæðirnar til liins algóða, æðsta föður, eins hlýtur það líka að snúa
athygli vorri til sjálfra vor og knýja oss til að íhuga hag vorn,
bæði eins og hann licfði verið án Krist, og eins og hann nú er orðinn
fyrir fæðingu hans. Og þegar vjer látum hugann nema staðarvið
fæðing Jesú, er eðlilcgt, að oss komi undir eins vor eigin fæðing
til liugar, hvað vor fæðing væri án Jesú fæðingar, og hvað vor
fæðing er orðin fyrir Jesú fæðing. Þess vegna veri það nú og
vor jólahugleiðing: Hvernig fæðing frelsara vors héfir
helgað og blessað vora fæðingu. Láttu, góði guð! þessa
hugleiðingu verða þjcr og þínum syni til dýrðar, en oss til and-
legra hcilla.
1. Til þrældóms værum vjer fæddir, ef guðs sonur væri
ekki fæddur oss; en fyrir hans fæðing erum vjer fæddir til
frelsis.
Hið andlega frelsi var eitt af hinum dýrmætu gjöfum, sem
hinir fyrstu menn voru upphaflega af guði gæddir. En við synda-
fallið varð sú breyting á þessu, að þeir mistu hið dýrðlega guðs-
barna-freísi, urðu syndinni háðir og þeirri óuáttúru, sem lienni
fylgir. Frelsi þeirra breyttist í ánauð. En þessi ánauðarhagur