Verði ljós - 01.12.1896, Blaðsíða 9

Verði ljós - 01.12.1896, Blaðsíða 9
185 ljós vió myrkur hlýtur stöðugt stríða. — Standið fast og berjist ljóssins menn! Sigurgjafans sannleiksorðið snjalla sífelt berst um fjarlæg jarðar-lönd. Aldrei þreytist ást hans menn að kalla, aldrci styttist drottins líknarhönd. Komið, fagnið, kalla drottins þjónar, komið, lítið svein í Davíðs-borg, heyr, nú gjalla himinsöngva tónar, huggast látið, burt er dauðans sorg. Ástin föður allra vermi hjörtu, öllum skíni sannleiksljós á braut! Gyrtir sverði trúar bitru, lijörtu, blóði lainbsins fágað vinnið skraut. Sigtryggur Guðlaugsson. Jngill jólanna. |Engill jólanna líður yfir landið.£_ Dað eru ekki margir á fcrð því fannadýngjurnar gjöra vegina ófæra, dagarnir eru svo stuttir og frostharkan svo nýstandi; hið aumasta hreysi er ekki svo aumt, að ckki sjebetraað hýrast undir þaki þess, en að láta fyrirberast úti. (En engill jólanna hirðir ckki um slíkt} Hann líður yfir land- ið þegar hans tími kemur, lionum oru allir vegir færir, myrkrið hræðist hann ekki, stormarnir fá ekki stöðvað íiug hans, hið nýst- andi frost eins og kemur ekki við hann. Hann kemur þegar sumarskrautið er horfið, þegar fuglakliður- inn er þagnaður, þegar snjórinn hefir lagst eins og líkblæja yíir alt, þegar öll náttúran virðist boða hrörnun og dauða — þá kemur hann, engilljólanna líðandi yfir landið, og prjedikar líf og ódauðleika. Sjá, engill jólanna er lífboði! „Lítið upp, þjer synir mannanna og dætur! Lítið upp til hans, sem er lííið og gjafari lifsins, því konungur lífsins er fædd- ur á jörðu.“ Þctta er prjedikun jólaengilsins.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.