Verði ljós - 01.12.1896, Blaðsíða 15
191
Kona gamla Knúts bafði opt verið lasin scinni part vctrarins;
hún var reyndar komin á fætur aptur og heilsan skárri, en það
var þröngt í búinu og þrengra cn nokkru sinni áður. Hinir og
þessir höfðu sagt Einari frá hinum bághornu heimilisástæðum for-
eldra hans, en það dugði ekki. Hann gat ckkert mist, húsið
heimtaði hvern skilding; þegar það væri búið, kvaðst hann skyldi
reyna að leggja foreldrum sínum eitthvað til. -
„Mjcr þætti gaman að vita, hvernig húsið mitt lítur út í tungls-
ljósi“, hugsaði Einar kvöld eitt, nokkru cptir að smíðunum var lokið og
allir smiðirnir voru farnir þaðan að aiioknu verki. Það var rcynd-
ar orðið nokkuð áliðið, en hann fór þangað samt. Það var fallegt
veður og glaða tunglsljós. Og víst er um það, að húsið leit vel
út í tunglsljósinu. „Húsið mitt“, sagði hann og eins bragðaði á
orðunum. — Enn það var enn svo autt og afskekt. „Húsið okk-
ar“, sagði hann aptur við sjálfan sig og orðin hljómuðu enn betur
í eyrum hans. Það var sem hann sæi Ingibjörgu í lnisdyrun-
um, en honum varð eins og heitt um hjartaræturnar, er hann
minntist hennar. Hann setti lykilinn í skráargatið og gekk inn í
húsið. Það var svo hljótt þar inni og nærri því hátíðlegt. Hann
gekk gegnum stofurnar. Máninn skein inn um gluggann, svo að
bjart mátti heita inni. En hcfilspænir lágu enu á stofugólíinu eptir
smiðina. Hann nam staðar við gluggann og leit út.
Hvernig skyldi foreldrum mínum líða nú, - hugsaði hann.
Það var tunglskinið sem minti hann á þau. Föður hans liafði
ávalt þótt svo undurvænt um tunglsljósið. Einar hafði opt sem
barn dregið gluggatjaldið til hliðar, til þess að tunglsljósið gæti
skynið sem bezt inn í stofuna, þar sem faðir hans lá i rúminu. —
Já, það var nú þá! — Hann fiýtti sjer að reka endurminningarn-
ar á dyr. Hann gekk út, lokaði vandlega „húsinu sínu“ og gekk
heimleiðis, eptir að hann enn einu sinni hafði horft á það að utan.
Einar var þreyttur og sofnaði skjótt það kvöld, og svaf fast
alt þangað til birti af degi. En þá vaknaði hanu við illan draum
— og það, sem verst var, var þó það, að draumurinn var ekki
draumur, heldur hroinasti virkilegleiki. Hann lieyrði blásið í elds-
voðalúðra og sprauturnar heyrði lmnn að voru dregnar fram hjá
húsinu, þar scm hann bjó. Hann fiýtti sjer í fötin og út á götu.
Bjarminn af oldinum litaði morgunhimininn logarauðan, og fjöldi
fólks hljóp fram hjá honum. Fáum miuútum scinua vissi hann, að
það var húsið hans, sem var að brcnna, nýja liúsið, uppfylling svo
margra fagurra drauma.