Verði ljós - 01.12.1896, Blaðsíða 17
193
kveikt í vindli þegar kann gekk heiman að frá sjer til þess að
skoða húsið sitt nýja.
Hann var mjög hugsandi allan fyrri hluta dagsins. Eptirmið-
dagsbilið Jcom annar lögregluþjónninn heim til gamla Knúts, til þess
að spyrja cptir Einari og biðja hann um að lcoma aptur i rjettinn,
því nú væru þeir líklega búnir að flnna sökudólginu.
Knútui gamli kallaði til Einars, bað hann að koma til sín
snöggvast og mælti við hann: „Mig langar til að biðja þig um
að muna eptir þessu orði drottins, þegar þú kemur fyrir rjettinn:
„Að hverju gagni kæmi það manninum, þótt hann eignaðist allan
heiminn, ef hann liði tjón á sálu sinni.““
Einar svaraði eklci mcð einu orði. Þegar hann kom í rjett-
arsalinn heilsaði fógetiun honum vinalega. Þar sá hann einnig inúr-
aragarminn, sem hanu hafði rokið úr vinnunni. Og liann leit ekki
blíðum augum til Einars.
„Jú, jeg á náttúrlega að hafa gjört það. Reyndu bara einnig
að fá mig dæmdan fyrir að hafa lcveikt í húsinu. Það getur
aldréi verið nema þægilegt fyrir þig,“ sagði múrarinn.
„Þegiðu!“ mæltu lögregluþjónninn byrstur; en fógetinn sagði
nú frá því, að múrarinn hefði sjezt á vakki kringum húsið eptir
kl. 9 um kvöldið; tveir menn væru boðnir og búnir til að sverja
það; þessir sömu menn hcfðu líka áður keyrt múrarann hafa hót-
anir í frammi um það, að hann skyldi hefna sín á Einari.
Einar stóð fyrst grafkyr og hugsandi. Hann var fölur sem
nár í frainan. Tvær raddir börðust í sálu hans. „Segðu ekki frá
ncinu,“ sagði önnur þeirra; en hin mælti: „Scgðu frá öllu eins og
það er. Að hverju gagni kæmi það manninum, þótt hann eignað-
ist allan heiminn, ef hann liðí tjón á sálu siuni.“
„Milli klukkau níu og tíu?“ mælti hann loks með föstum rómi.
„Nei, jeg var sjálfur í húsinu optir það; þá var klukkan undir það
orðin ellcfu. Og svo er annaö, sem jeg vildi minnast á. Eptir að
jeg kom keirn áðan, datt mjer það í hug, að jeg hefi opt gjört
mig sekan i þeim óvana, að fleygja frá mjer vindilstúfum, án þess
að gæta þess, hvort eldur sje í þeim eða eklci. Og jeg mundi
þá líka cptir því, að jeg var vindillaus, er jeg kom heim í gær-
kveldi, en reykjandi var jeg, er jeg fór að heiman. En i húsinu
mínu lágu hefllspænir rjett fyrir innan dyrnar; það var glaða
tungJsljós og þess vegna tók jeg eptir þeim. Já, svo hefi jeg elcki
meiru hjer vi$, aö bæta.“ —
Það var dauðaþögn í salnum. Allir störðu á Einar.