Verði ljós - 01.01.1897, Blaðsíða 10

Verði ljós - 01.01.1897, Blaðsíða 10
6 hafa hneykslazt á blaðinu og vísað því A dyr, — vjcr völdum miklu fremur nafnið til þess að það yrði oss jafnan hugfast, hví- líkt málefnið er, sem vjer vildum bcrjast fyrir, og hve, áríðandi það or að neyta allra krapta í þjónustu þcss. Bn þegar vjer biðjum fyrirgefningar og afsökunar á því, að reyndin hefur orðið cnn fjarlægari hugsjóninni, er fyrir oss vakti, en vjer höfðum óskað og vonað, þá gjörum vjer það ekki án þess jafnframt að lofa því um leið, að kappkosta af fremsta megni að nálgast þessa hugsjón cnn meira á þessu ári, scm nú er að byrja, og framvegis eptir því, sem oss endist aldur til. Það, sem vjer á liðnu ári vildum sagt hafa og vera átti rauði þráðurinn, cr gengi i gegnum alt það, sem blaðið flutti, þetta hið sama á, með guðs hjálp, einnig hjcr optir að vera aðalatriðið, aðalsannleikurinn, sem blað vort ílytur: að „af cngum sje lijálpræðis að vænta nema Jcsú Kristi, því meðal manna gefist ekki nokkur annar undir himninum fyrir hvers fulltingi oss sje ætlað hólpnum að verða!“ Því það or vor trú og sannfæring, að þetta eitt sje og verði að eilífu sann- leikurinn til sáluhjálpar. Vjer vitum, að þcir eru ckki fáir, sem nú á tímum hafna þessum sannloika, af þeim væntum vjer auðvitað ekki betri viðtöku hjcr eptir en hingað tih En af öllum þeim, sem ásamt oss viðurkenna þotta sem sannleikann til sáluhjálpar, af öllum þeim væntum vjer liðs og styrktar, og þá alla viljum vjer og biðja að minnast vor hlý- lega á þessu ári, som nú er byrjað, og lofa oss að njóta sömu vclvildar og vinarþels sem hingað til. Vjer höfum aldrei gjört oss vonir um að komast inn á hvert einasta heimili í landinu, svo æskilegt sem slikt væri og svo náttúrlegt sem það annars er, að slík ósk gjöri vart við sig hjá blaði, er berst fyrir heimsins lang- stærsta veiferðarmálefni, kristindóminum, en það mundi þó verða oss hið mesta gleðiefni ef oss mætti auðnast að sjá lesenda- og vina- hópinn stækka enn meir á þessu ári, og þá gleði geta vinir vorir voitt oss, ef þeir, hver um sig og hvcr í sínum hóp, findu hvöt hjá sjer til að tala máli blaðsins og vinna því vini meðal vina sinna. Mætti „Verði ljós!“ halda öllum sínum gömlu vinumfrá liðna árinu og mætti það sjá enn flciri húsdyr og hjartadyr opnast sjer á nýja árinu! Það cr óskin, sem vjer byrjuin með nýja árið. Rætist þessi ósk, orum vjor sannfærðir um að nýja árið verður oss glcðilogt ár! (Framh.).

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.