Verði ljós - 01.01.1897, Blaðsíða 18

Verði ljós - 01.01.1897, Blaðsíða 18
14 l>vi illa, og þótti þeim þetta hið mcsta kristnispell. Bendir það eitt meðal annars á, að heittrúarstefnan haíi fallið mönnum hjer vel í geð, þar sem þeim gramdist svo mjög cr trúræknisákvarðanir forfeðranna voru lítilsvirtar með slíkum lögum. Nú fer mcir og meir að brydda á kaldtrúarstefnunni eða skynsemskunni (Ration- alismus). Fór það og að vonum, þar sem sú stefna rjeð mestu í hinuui mentaða heimi þá, að öldur hennar bærust alt að ströndum ættlauds vors. Gætir hennar ekki eingöngu í lagaboðum þeirra tíma, heldur nálega alstaðar á hinum efri svæðum þjóðfjclagsins. Það er sem kaldur dragsúgur þrengi sjer inn hvervctna. íslenzk- ir námsmenn kyntust hugsunarhættinum svo sem hann var í Dan- mörku, tileinkuðu sjer hann og fiuttu hann svo heim með sjer til ættjarðarinnar. Þegar fer að líða að aldamótunum, dylst engum, hvaða trúarstefna sje efst á baugi. Magnús Stephensen, er þá var nær einvaldur í íslenzkri bókagjörð, heíir augsýnlega gjört sjer að takmarki, að breyta öllum fornum hugsunarhætti í mentun, vís- indum og trú, iklæða það gjörvalt nýjum búningi eptir því sem þá tíðkaðidt í höfuðmentalöndum álfunnar. Og mótstöðumenn hans og hinnar nýju stefnu áttu þess nálega engan kost að láta opinbcr- lega heyra til sín, með því að hann var einráður yfir hinni einu prentsmiðju landsins. Og auðvitað íjekk ekkert annað að sjá þar dagsins ljós, holdur en það er honum var skapi næst. Pess var því skamt að bíða, að skipt væri um hinar algengustu guðsorða- bækur. Lærdómsbók ungmenna í kristindómi, Ponti, rýmdi sess fyrir Balleslærdómsbók. Grallarinn, er um langan aldur hafði ver- ið sálmasöngsbók forfeðra vorra, varð að víkja fyrir sálmabók þeirra Magnúsar Stephensens og Geirs biskups Yídalíns, „Aldamóta- bókinni". Eigi var heldur Jangt liðið af 19. öldinni er tilraun var gjörð til þess að steypu hinni ástsælu hú'slestrabók Jóns biskups Vída- líns frá stóli, og koma að í licnnar stað Árnapostillu, en sú tilraun bar ckki tilætlaðan árangur, því bæði var fjöri og framkvæmdum M. St. þá farið að hnigna, og svo urðu þá hinir yngri mentainenn til þess að bjarga Vídalínspostillu, cn vitanlega var það þó mest að þakka ömótstæðilegum álirifum hennar sjálfrar. Frumkvöðlar sálmabókarinnar, M. St. og Geir biskup, rituðu alllangan formála fyrir 1. útgáfu hennar og minnast þar Grallarans En ekki erþað svipað því sem um sje að ræða eldra systkini, er hið yngra vilji hvíla eptir vel unnið starf, heldur sem þar væri óvinur, er nauð- syn bæri til að ganga sem fyrst á milli bols og höfuðs á. Sálma- bókinni var beinlínis þröngvað inn á menn, og margir tóku við

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.