Verði ljós - 01.01.1897, Blaðsíða 8

Verði ljós - 01.01.1897, Blaðsíða 8
4 glaður á stað inn í hið óþckta frauitíðarinnar land, og heilsa glað- ur fjöld samferðamanna minna. Jeg horíi ekki á þokuna, sem hyl- ur mjer það, sem fyrir framan mig er, en jeg lypti mínum augum til hinna eilífu fjalla, því nú veit jeg, hver gctur gjört mjer ný- árið að náðarári. „Mín hjálp kemur frá drotni, sem gjörði kirnin og jörð“, frá honum, sem er minn faðir á himnum og rikið og mátturinn og dýrðin tilheyrir. Og hann bið jeg að gefa mjer og öllum samferðamönnum mínum gleðileyt nyár í Jesú nafni! J. H. Við áramótin. Það cr nú liðið ár síðan þetta litla blað hóf göugu sína. Það lagði á stað í Jesú nafni, treystandi sigurkrapti þess málofnis, scm það hafði sett sjer fyrir mark og mið að berjast fyrir, að hann mundi halda því uppi og lofa því að líta sól hins næsta árs upp renna. Það lagði af stað i þoirri trú og von, að þótt dauft væri útlits í hinni íslenzku kirkju, mundu þó tvö rit, er lielguðu sig að- alloga málefni kirkjunnar og kristindómsins, geta þriflzt þar sam- hliða. Og spár þeirra manna, cr í fyrra ljctu þá slcoðuu í ljósi, að tvö slík blöð mundu aldrei geta þrifizt hjer, hafa sem betur fer enn ekki rætzt Þau lifa bæði enn, og meira að segja lítur helzt íit fyrir, að eldri bróðirinn lifi betra lífl en áður og liorfl vonglaðari fram á við. Bn þá ályktun drögum vjer af því, að ekki heflr eitt einasta orð heyrzt frá konurn þetta liðna ár um það, hve crfitt væri að lifa, en sú röddin kvað opt við áður, svo að margir jafnvel voru farnir að hallast að þoirri skoðun, að hjer mundi aldrei geta þrif- izt kirkjulegt blað. Og „Yerði ljós!“ getur ekki nema glaðzt yfir því, að þetta hefir brcytzt. Því „Verði ljós!“ óskaði aldrei að fá að standa yfir moldurn síns eldra bróður, „Kirkjublaðsins11, og allra sízt óskar það þess nú, er það virðist hafa sýnt sig, að hjer geta þrifizt tvö slílc blöð. Eitt af því, scm leiddi til þess, að ráðizt var í að gefa út þetta nýja kirkjulega mánaðarrit, var sú sannfæring vor, að það væri ckki holt nje gagnlegt, að kirkja íslands hefði aðeins eitt málgagn, hvorki fyrir kirkjulíflð í landinu nje fyrir málgagnið sjálft, og þessi vor sannfæring hefir styrkzt til muna á liðnu ári. Þess vegna stígur „Verði ljós!“ inn yfir þröskuld nýja ársins enn kugdjarfara, en það var, er það hóf göngu sína fyrir ári síðan,

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.