Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 5

Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 5
21 gæti aptur orðið vafamál, enda þótt fullyrða megi um marga af prestum vorum, að þeir hafl lagt mikla rækt við þetta verk sitt og haft einlægan vilja á að leysa það sem bezt af hendi. Það hefir verið sagt, að „góður ungmennafræðari skapaði sjer góðan söfnuð“ • - og mun það án efa satt vera, eins og líka hitt er víst, að þeir menn hafa verið til hjer á landi á liðnum tím- um, sem þetta vcrður sagt um; — en því miður munu þeir vera undantekningar. En þegar nú þetta ekki vorður sagt nema um örfáa af prest- um vorum, að þeir hafi með ungmennafræðslu sinni skapað sjer góðan söfnuð, jafnframt því sem menn þó verða að játa, að yfir- leitt hafi prestarnir lagt rækt við þetta starf, mundi þetta þá ekki orsakast af því, að fræðslu hínna svokölluðu „ágætu“ ungmenna- fræðara meðal prestanna, hafi verið í ýmsu ábótavant, enda þótt alþýðan kæmi ekki auga á það? Og vjer erum líka á þeirri skoðun, að sömu annmarkarnir, sem vjer þegar höfum bent á, er vjer töluðum um hina íslenzku prjedikun, hafi ekki síður loðað við ungmennafræðsluna. Því skai ekki neitað, að „daufur“ prjedikari geti reynzt góður ungmennafræðari, en hitt mun þó vera almenn- ara, að sá prestur, sem ekki hefir til að bera hita, fjör og krapt trúarinnar, er hann talar til safnaðarins frá prjedikunarstólnum, hann hafi ckki hcldur neitt af þessu til að bera, er hann talar til ungmennanna. Yjer viljum því einnig, með tilliti til ungmenna- fræðslunnar á liðnum tímum, mega staðhæfa, að hennar aðal- mein hafi verið hitaleysi og fjörleysi í trúarlegu tilliti. En sje nokkuð í heiminum skaðlcgt, já drepandi fyrir kristindómstileinkun ungmennanna, þá er það trúarlegur kuldi, svefn og kraptleysi kennarans! En við þetta bætist því næst það, að aðaláherzlan mun hafa verið lögð á utanaðlærdóm barnalærdómsbókarinnar og að koma börnunum í skilning um helztu atriðin með útúr- spurningunuin, en þar á nióti lögð miklu minni áherzla á að menta hjartað; dygðin og skyldan mun og hjer hafa vorið látin sitja í fyrirrúmi fyrir frelsisstaðhöfnum kristindómsins, siðalærdóm- ur Krists vcrið gjörður að aðalatriðinu, en minna hirt um að af- mála hina guðdómlcgupersónufrolsaransfyrir augum barnanna, svo að mynd hans hrein og dýrðleg festist í hjörtunum. En hvað er þetta alt annað en fingraför skynsemisstefnunnar gömlu, sem aptur mæta oss hjer! Og hver hefir orðið afleiðingin af þessari ung- mennafræðslu? Án efa sú, að fjöldi ungmenna hefir gcngið út í lífið, hafandi ekki hlotið skilning á því, að Jesús Kristur er sjálfur

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.