Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 10
26
var og með eina fremur óþokkalega grein í garð kirkjunnar, er
á síðastliðnu ári snemma birtist í einu af blöðum vorum. Yfirskrift
greinarinnar var ofurmeinlaus — „Brjefkafli frá gömlum manni til
bróður síns“, — en efnið var þess mergjaðra, því höf. vildi fella
burtu ýmsa höfuðlærdóma kristindómsins, t. a. m. rjettlætingar-,
endurfæðingar- og þrenningarlærdóminn;—minna gat það ekki orðið!
En það var ekki svo mjög þetta, sem hneykslaði marga, sem brjef-
kaflann lásu, því slíkt hefir opt áður sjezt borið fram á prenti,
heldur hitt, að margir þóttust kannast við röddina, sem rödd eins
af hinum alþektustu þjónum vorrar — — íslenzku kirkju! Ef svo
hefir verið, getur kirkja íslands farið að segja: „Guð varðveiti mig
fyrir vinum mínum, en óvini mína mun jeg sjálf annast!“ Þessi
miður riddaralega hernaðaraðferð hefir annars lengi tíðkazt á
meðal vor, og er kirkjunnar mönnum það sízt láandi, þótt þeir
gangi með þögn fyrirlitningarinnar framhjá slíkum árásum hug-
deigra manna og hugspiltra. En sama getur enda verið að segja
um ýmsar þær greinir, sem nöfn standa undir; það er aldrei til
mikils gagns að yrðast við óvitra, þjarka við þá menn um kristin-
dóm, sem hafa eiginlega enga hugmynd um, hvað kristindómur er;
en því er svo varið með marga þessa, sem gaspra hæst og þykj-
ast reka erindi hins „sanna“ kristindóms gagnvart því, sem þeir
kalla „kreddu-trú“ og „kirkju-trú“ o. þvíl., að greinir þeirra bera
þess áþreifanlega merki, að þeir vita næsta lítið um það, hvað
kristindómur er. En þótt kirkjunnar mönnum sje ekki láandi þögn-
in gagnvart slíkum mönnum, þá má kirkja íslands sízt af öllu verða
„þagnarinnar land“, því að nóg eru umtalsefnin þar fyrir utan
og tímarnir heimta það, að kristnir menn ræði sín málefni, hver
öðrum til uppbyggingar og styrkingar í trúnni, voninni og kærleik-
anum. Hætti þeir að tala um sín málcfni, tekur svefninn við apt-
ur; en þar sem hinn andlegi svefn er, þar er hinn andlegi dauði
opt nærstaddur.
Kirkjunnar menn þurfa ekki aðeins að hafa vakandi auga á óvin-
um kristindómsins, heldur þurfa þeir oinnig að hafa vakandi auga á
miður heppilegum kirkjulegum stefnum, sem hingað koma, hvort sem
það nú eru erindrekar páfakirkjunnar eða það er „sáluhjálparherinn“
svo nefndi, sem leitast við að afla sjer áhangenda. Ekki svo að skilja,
að vjer höfum nokkra ástæðu til að hræðast starf þessara manna,
eins og það væri hættulegt fyrir vora ev.lút. kirkju; en það er
engu að síður einföld skylda vor við þá kirkju, sem vjer tilheyr-
um, að vjer tökum því ekki með þökkum eða þögn, að þeir starfl