Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 15

Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 15
31 prestur í Grundarþingum alls 56 ár. Sonur hans varð ]>ar eptir- maður hans, og var þar unz hann ljet af prestskap 1860; höfðu þeir 3 feðgar og nafnar verið þar prestar hver eptir annan í alls 102 ár. Þcgar sjera Jón hafði fengið Möðruvallaklaustur flutti hann að Dunhaga í Hörgárdal. t>ar misti hann Helgu konu sína (25. júní 1841) eptir 55 ára sambúð. Prestakalli þessu þjónaði hann einsamall í 6 ár, en þá tók hann fyrir aðstoðarprest Jón Binarsson Thorlacíus, dótturson sinn, er var hjá honum til dauðadags. Svo sem alkunnugt er, gekk mislingasóttin hjer um land árið 1846. Þá var það cinusinni seinnipart sumars, að sjera Jóns var vitjað til sjúklings í sókninni; tók veikin hann þá og varð honum að bana (4. sept). Skorti hann þá 3 vetur á níræða, en prestsem- bætti hafði hann gegnt 63 ár. Hann var jarðaöur að Möðruvöll- um. Að ytra útliti hafði Jón prestur verið þreklegur og vel vax- inn og hinn gildasti að allri karlmennsku. Hann sá vel um bú sitt og stóð það með blórna. Géstrisinn var hann heim að sækja og viðræðisgóður og skorti þá eigi alvarlegt og fræðandi umtals- efni. Alvörumaður var hann rnikill, strangur og siðavandur, hver sem hlut átti að máli og þótti sumum það heldur við of. Hann hafði ýms störf með höndum, svo sem spítalahald á Möðrufelli og umsjón Munkaþverárklausturs og tók allmikinn þátt í stjórn al- mennra sveitarmála í hjeraði sínu, og bar þá stundum við, að sinn veg sýndist honum og öðrum er hlut áttu með honum að þeim mál- um en eigi þurfti við því að búast, að hann hyrfl frá þeirri skoð- un, er hann taldi rjetta, og kom þá stundum til málsókna en al- drei hóf hann lögsóknir þótt um eigin hag hans væri að ræða. En þótt sjera Jón hefði ýms störf á hendi og ynni að þeim með áhuga, þá mátti þó kveða svo að orði að preststarfið væri honum fyrir öllu. Það rækti hann með fyrirtaksalúð. Hann þótti afbrigða góður kennimaður, en alllangar voru ræður hans, og talaði hann lengst af blaðalaust að meira og minna leyti. Framburð þótti hann hafa skörulegan og söngróm mikinn, en eigi að því skapi liðugan. Orð er á því gjört, hversu ant bann ljet sjer um upp- fræðingu barna; ljet hann sjer opt eigi nægja, að útlista fyrir þeini með áminningum og kenningum, en las einnig fyrir þeim eptirtektaverðar frásögur. Hann hvatti þau mjög til bænariðju, enda var hún honum sjálfum töm. Þótt sjera Jón þætti fyrirmynd í sínu prestsstarfi og það hefði

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.