Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 8

Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 8
24 jafnvel hina hreinustu og fullkomnustu kristindómskenningu, hvort heldur er í prjedikun eða við ungmennafræðslu, öllum sönnum á- hrifum. Oss kemur hjer ekki til hugar, að fara að fletta hinum sorglega mörgu svörtu blöðum í sögu vorrar íslenzku prestastjett- ar á liðnum tímum. Það, sem á |>au or ritað, er kunnugra öllum almenningi en svo, að þess gjörist nokkur þörf, að lýsa því frckar hjer. Og það mun líka óþarft að fara mörgum orðum um það, hve mikinn þátt þetta hefir átt í því að brjóta niður virðinguna fyrir öllu því, er viðkemur kirkju og kristindómi og kasta rýrð á prestastjett vora sem heild, að svo sorglega margir meðal hinnar íslenzku prestastjettar gleymdu því í lífi sínu og breytni, að það er postulleg krafa, sem mikil áherzla hvílir á, að leiðtogar safn“ aðanna „prýði lærdóminn með grandvöru líferni“. — Með þessu vildum vjer hafa leitt rök að þeirri staðhæfingu, er vjer settum fram hjer að framan, að nútíðarástand vorrar ís- lenzku kirkju sje meðfram og að miklu leyti því að kenna, hvern- ig starfsmenn kirkjunnar hafa gegnt köllunarverki sínu á liðnum ára- tugum. En svo má aptur spyrja: Hvað veldur þessum ófullkom- leikum vorrar íslenzku prestastjettar? Hvers vegna hefir hún ekki staðið betur í stöðu sinni en þetta? Meðal margra orsaka, sem hjer standa á bak við, viljum vjer sjerstaklega nefna eina, sem oss virðist hljóta að vera aðalorsökin: að prestastjett vor yfirleitt hafi ékki sem skyldi borið Krist krossfestan í hjarta sínu, þ. e. ekki verið sjálf nógu gagntekin af lifandi, persónulegum kristin- dómi. En það hefir ávaltverið og er enn fyrsta og grundvallarskilyrðið fyrir því, að starf prestanna geti borið ávexti lifandi kristindóms meðal safnaðanna, að þeir sjálfir beri hinn krossfesta í hjarta sinu og láti líf sitt og kenningu vera gagnsýrða af trúnni á hann. Án þessa getur líf þeirra og starfsemi aldrei borið þá ávexti, sem ætlazt er til að líf og starfsemi kennimanna Ivrists beri í söfnuð- unum. (Framh.) Yið áramótin. (JiiSurlag). Sje frá sjónarhæð áramótanna litið yfir liðna árið, cins og það varð hjer á landi, getur það ekki dulizt neinum, að það fyrir margra hluta sakir, verður eitt hið minnisstæðasta árið á þessari öld, þótt endurminningarnar, sem við það eru tengdar, sjeu yfirleitt raunalegar og daprar, vegna hinna þungu áfalla, sem á

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.