Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 7
23
koma. En fyrsta skilyrðið fyrir þyí, að presturinn ræki skyldu
sína í þessum efnum er það, að hann álíti sig prest safnaðar-
ins, ekki aðeins á sunnu- og helgidögum, heldur einnig á rúm-
helgu dögunum.
En hvernig hafa vorir íslenzku prestar rækt sálgæzluskylduna
á liðnum tímum? Um sálgæzlu hinnar íslenzku prestastjettar
er það að segja, að helzt lítur út fyrir, að hún hafi ekki einu sinni
verið til í meðvitund manna, hvorki prests nje safnaðar. Það lít-
ur helzt út fyrir, að prestar vorir — að sárfáum undanteknum —
hafi haft mjög litla hugmynd um þessa hlið prestsembættisins, og því
látið hana með öllu afskiptalausa. Þetta sýnir áþreifanlega, hve
óljós hugsjón prestsembættisins hefir verið öllum þorra manna, hve
óljósar hugmyndir menn hafa hjer hjá oss gjört sjer um það, hvern-
ig presturinn eptir hjarta Krists á að vera. Hið almennasta hefir
verið það, að prestarnir hafa verið prestar eingöngu á -sunnudög-
unum; fæstum þeirra hefir komið til hugar, að þeir sem prestar
ættu erindi út til sóknarbarna sinna, nema gert væri boð eptir
þeim. Með húsvit.junum árlegu hafa þeir álitið, að sálgæzluskyld-
unni væri fullnægt svo, að meira yrði ekki með sanngirni af þeim
heimtað. Það mun erfitt að reikna það út, hve mikinn þátt þessi
ranga skoðun á sálgæzluskyldunni og því, hvað til þess útheimtist,
að henni sje fullnægt, á í því að hið kirkjulega líf er orðið eins
bragðdauft og það er nú, hve mikinn þátt hún á í þeirri sorglegu
vöntun lifandi kristindóms, sem hvervetna gerir vart við sig nú á
dögum hjer á landi. Sálgæzluloysið hefir orðið til þess að fjar-
lægja safnaðarlimina frá prestunum og slíta þau bönd, sem eðli-
lega ættu að tengja þá við prestinn. Prestarnir hafa hætt að vera
ráðanautar safnaðarlimanna í andlegum cfnum, og rangar ogskað-
vænlegar kenningar hafa fengið að þróast í næði úti á meðal
manna, festa rætur í hjörtum þeirra og smámsaman gjöra þá alveg frá-
hverfa kirkju og kristindómi. Aðgjörðaleysi prestanna í þessum cfnum
hcfirorðið til þess að fcsta þá röngu skoðun hjá alþýðunni, aðprestur-
inn væri harla óþarfur maður og gerði ekki annað en hirða ár-
lega 3vo og svo iniklar tekjur, sem opt og einatt væru teknar frá
munnum soltinna fátæklinga. En óvildin gegn prestunum hefir
aptur getið af sjer óvild til kirkjunnar og kristindómsins sjálfs.—
Þegar nú hjer við bætist það, hvernig líf og breytni prestanna
sumra hverra hefir verið hjer hjá oss á liðnum áratugum, þá er
sizt að furða, þótt ávextirnir af starfsemi þeirra í söfnuðunum hafi
orðið litlir víða hvar, því óvönduð hcgðun prestsins getur svipt