Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 14

Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 14
30 lega kendur þar yið, með því að þar fór fyrst að bera á honum. Par vann hann og mestan hluta af lífsstarfi sínu. Árið 1814 ferðuðust hjer um land tveir útlendingar, er miklar vinsældir hafa getið sjer hjá þjóð vorri. Annar var Easmus Kr. Kask, málfræðingurinn alkunni, en hinn var enskur ])restur, Bbenezer Henderson að nafni; var hann gjörður út af hinu brezka biblíu- fjelagi til þess að kynna sjer kristnihald hjer, útbreiða sem mest ritninguna og ráða sem mestar bætur á því, er aflaga færi í krist- indómsmálum. Hann ferðaðist hjer um land 2 sumur, en hafði vetursetu í lieykjavík, og færði ýms góð áhrif með komu sinni; tóku ýmsir prestar að rækja betur en áður embætti sín og söfn- uðir að rækja betur kirkju en þeir höfðu gjört nokkra hríð áður. Henderson hefir ritað bók um ferðir sínar og ber hann íslend- ingum vel söguna, en um fáa fanst honum eins mikið og Jón prest í Möðrufelli. Hann kyntist honum mest síðara sumarið, sem hann fór um landið; dvaldi hann þá hjá honum 2 daga í góðu yflrlæti; segir hann, að sárþyrstur maður geti ekki meir fagnað svaladrykk en Jón prestur tíðindum þeim, er honum voru sögð um framfarir og útbreiðslu guðsríkis. Sjera Jóni hafði þegar áður komið til hugar að stofna kristilegt smáritafjelag nyrðra, og hvatti Honderson hann til þeirra framkvæmda. Yfirleitt fanst honum kristnilíf Norðlinga standa með meiri blóma en fyrir sunnan. — Biblíufjelagið íslenzka á Henderson að þakka stofnun sína. Það komst á fót með ráði hans, eptir að hann var farinn hjeðan af landi burt. Þau sjera Jón og Helga kona hans eignuðust 7 börn; náðu 4 þeirra fullorðinsaldri, einn sonur og þrjár dætur. Jón sonur hans fór utan á unga aldri og nam þar skólalærdóm, var nokkra hríð skólakennari í Danmörku og kvæntist danskri konu. Sigríð- ur var ein dóttir sjera Jóns, hana átti Hákon prestur Espólín. Önnur var Margrjet, kona Einars prests Thorlaciusar í Saurbæ. Álfheiði dóttur Jóns prests átti Hálfdán prestur Einarsson á Eyri. Þegar sjera Jón hafði þjónað prestsembætti í 47 ár og var orðinn rúmlega sjötugur, tók hann Jón son sinn fyrir aðstoðar- prest (1830). Gegndu þeir feðgar báðir prestsverkum nokkur ár í Grundarprestakalli. Opt átti sjera Jón kost á því að fá tokju- meiri prestaköll en það, er hann hafði, en honum þótti það illa sæma að skipta um prestakall í ávinningsskyni. Loks kom svo fyrir fortölur Bjarna amtmanns Thórarensens á Möðruvallaklaustri, að sjera Jón sótti um það prestakall (1839), haí'ði hann þá verið

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.