Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 9

Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 9
25 þvi dundu yíir einhvor hin fdlksríhnstu hjernð þessa lands. En svo er guði fyrir þakkandi, að hið raunalega og dapra verður opt eitt hið hollasta læknislyf fyrir sálina. Pess vegna er það og vor trú og von, að liðna árið hafl orðið mörgum þýðingarmik- ið ár og verði mörgum minnisstætt, ekki aðeins vegna hörmunga þess, heldur og vegna þess, að hörmungarnar urðu til þoss að tengja þá enn fastara en áður við guð sinn og skapara, og kendu inörgum að leita hans, sem er hjálparinn í neyðinni, hjálp- arinn, sem aldrei hregzt, þótt alt annað bregðist. Og kristinn mað- ur getur, ekki síður fyrir það, þótt liðna árið yrði honum erfitt reynzlu- og raunaár, kvatt það án möglunar og þótta, með auð- mjúku þakklæti til hins eilífa föðurs, sem heldur tímans hraðfara hjóli í hcndi sinni, því hann minnist þess, að því er hið þungbæra snertir, að „einnig þetta er frá drotni“. Liðna árið varð í kirkjulegu tilliti ekki merkilegt ár hjer á landi; það var heldur snautt að kirkjulcgum viðburðum og kirkju- legum framkvæmdum, eins og mörg undanfarin ár. En með því er ekki sagt, að alt hafi staðið í stað og engu þokað áfram að því, er snertir hið innra kristilega líf þjóðarinnar. Þess sjást ekki á- valt strax merki hið ytra. Frækornið, sem lagt er í jörðina, þarf tíma til að fcsta rætur og vaxa áður en þess sjást merki í jarð- veginum hið ytra, að því hafi verið niðursáð. Eins er því og varið með hin andlegu frækorn. Og hjer hefir verið sáð mörgum and- legum frækornum á liðnu ári, en það er vor von og trú, að drott- inn gefi hinu góða sæði vöxt og blessi með því starfsemi verka- mannanna að láta sæðið á sínum tíma bera ávexti ríkulega. — En eins og hjer hefir verið sáð góðu sæði, guðsríkisfrækornum, þann- ig hefir hjér og verið sáð vondu sæði, sæði til vantrúar og frá- hvarfs, og því miður er hætt við því, að einnig þetta sæði hafi lent víða í altof meðtækilogum jarðvogi. Eeyndar hefir opt borið mcira á hinum óhollu sáðmönnum en á liðnu ári, en hafi þeir ef til vill farið sjer hægt, venju fremur, má ganga að því vísu að þeir hafi í kyrþey haldið áfram upptcknum hætti. Beinar árásir á trú vora, kristindóm og kirkju komu ekki margar fram á liðnu ári, sízt frá nafngreindum; þær voru helzt frá mönnum, sem ekki hafa hug til þess að láta nafns síns getið. En þótt árásirnar sjeu nafnlausar, þá bera skoytin, sem kastað er, optlega, áþreifanlegar en til var ætlazt, fangamark þess, sem kastaði, svo að opt virðist mega ráða í það, hver felist bak við óþektu stærðina, x-ið cða ?/-ið, eða hvaða merki sém það nú er, sem auðkennir árásina. Svo

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.