Verði ljós - 01.06.1900, Side 4

Verði ljós - 01.06.1900, Side 4
84 eilífu guðdómatignar, heldur sú. dýrð, sem hann hafði til að bera í lægingarstöðunui, en það var dýrð hins innilegasta sonarsamfélags við föðurinn ; en höfuðþýðing þeirra er og verður þessi, að þau eru spá- mannsteikn, þ. e. teikn þess, að hann sé sendur af guði, guðs erindreki meðal maunanna, en með því verða þau einnig óbeijilínis sannanir fyrir guðdómstign hans. Hvað loks snertir alvitundina, þá vitnar frelsarinn sjálfur með berum orðum, að liann hafi ekki til að bera þaun eigiulegleika, erhann segir: „En þann dag og þanu tíma veit enginn, hvorki englar á himn- um né sonurinn og enginn nema faðirinn eiuu“ (Mark. 13, 32). Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að þessi orð frelsarans sjálfs gera alt tal um alvitund hjá frelsara vorum á holdsvistardögum haus ómögulegt, því að só um nokkuð einasta atriði að ræða, er liggi fyrir utan svæði vituudar hans, þá getur hver maður séð, að um alvitund getur ekki framar verið að tala. Auk þessa staðar, þar sem frelsar- inn sjálfur bondir á takmörk vitundar sinnar, getum vér bent á ýmsa fieiri staði, er sanna hið sama. I Mark. 11, 13 er sagt, að Jesús liafi leitað ávaxta á fíkjutré einu og ekki fundið. Mundi frelsarinn liafa þurft að haí'a fyrir ]>ví að leita, ef hann heíði verið allsvitandi? í Jóh. 11, 34 spyr Jesús um staðinn, þar sem Lazarus hafi verið lagður — mundi hann eigi hafa gert það af því, að houum var ókuunugt um það? í Matt. 8, 24 er sagt að Jesús hafi sofið í skutnum, er óveðrið skall á þá á Genesaret-vatninu. Lærisveinarnar vekja liann til þess að segja honurn frá þvi, hvernig veðrið sé; þess er ekki með einu orði getið, að lianu hafi vitað af því, í hvaða háska hann var staddur. í Matt. 26, 39 biður Jesús í Getsemane, að þessi kaleikur megi víkja frá sór, ef það sé mögulegt; mundi frelsarinn hafa beðið svo, ef hann með fullvissu alvitundarinnar hef'ði vitað, að dauðastundin stæði óhjákvæmi- leg fyrir dyrum ? Alt þetta virðist ómótmælanlega bera með sór, að rangt sé að eigna frelsaranum í lægingarstöðunui eigiulegleika alvit- undarinnar. Að hanu engu að siður er gæddur frábærri vitund á svæði köllunarverkssfns, vitund, sem er víðtækari en alment gerist, meðal mauna, svo að hann jafnvel veit hvað mennirnir hugsa, hversu þeir eru innrættir og hvað þeir aðhafast í fjarska, þá mótmælir þetta ekki hinu fyrra, því að þessi vituud hans er þó ekki alvitund; henni er eins varið og kraftaverkum hans, hún er spámannsteikn, er á að sýna það, að hann só sendur af guði (sbr. Jóh. 16, 30). Það er guð, sem í hvert skifti gefur honum að vita og sjá það, sem öðrum er hulið, þegar haun þarf á því að lialda í f'ramkvæmd köllunarverks sins. En hvað snertir vitund hans á öllu þvi, er liggur fyrir utan köllunarsvæði lians, er engin ástæða til að ætla, að liann hafi i lægingarstöðu sinni verið öðru vísi en aðrir menn á hans tímum, að honum t. a. m. liafi verið kunnugt um lögmálið fyrir gangi himiu- tunglanna, sem menu uppgötva löugu síðar, eða um heimsálfur, sem

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.