Verði ljós - 01.06.1900, Qupperneq 11

Verði ljós - 01.06.1900, Qupperneq 11
91 glögg grein fyrir allri starfsaðferðinni og ölluin jneginreglum nefndar- innar, þótt ritdómurinn raunar beri þess engin merki. Sá sem eigi les formála bókar áður en hann dæmir bana, er óhæfur í dómarasæti. En gerum nú ráð fyrir, að haun liafi lesið formálann, og viti því, að með aðalþýðandanum vinna að verkinu þeir Hallgrimur biskup Sveinsson, Þórhallur lector Bjarnarson og yfirkennari Steingrímur Thor- steinsson, fyrir hví snýr hann sór þá eingöngu að mér, sem er þeirra miklu yngstur ? Mér liggur við að segja, að það sé broslegt; og það er ekki laust við, að mér hafi komið til liugar, að ritdómarinn muni hafa ætlað að riða þar á garðiuu sem hann er lægstur. En sjaldan er slíkt talið karlmanulegt. Hanu veit, að hann ætlar að setja tómar að- finuingar og óuot úr sér, og með því að hann að likindum vill síður óvingast við þá biskup, liefir liann ímyndað sór, að þeim rnundi þettai léttbærara(!), ef hann beindi því öllu að mér, en uefndi þá alls eigi á nafn. Það á líka betur við, að seuda mér áminningarnar um að vauda verkið betur og laga gallana, sein ritdómarinn þykist hafa fuudið, lield- ur eu. biskupi landsins, forstöðumanni prestaskólans og einu af helztu skáldum laudsins, sem hingað til hefir að maklegleikum verið talinn þeirra vandvirkastur, — manni, sem leyst hefir af hendi margfalt meira ritstarf og betra en sjálfur öldungurinn, án þess óg lasti ritsmiðar hans. Það má vel vera, að þessi orsök liggi til þess, að ég hefi orðið fyrir þeim óvænta og óverðskuldaða heiðri — þvi að heiður tel ógþað, þrátt fyrir ummæli H. Ivr. Friðrikssonar — að mér einum er eiguuð endurskoðun fyrstu Móse-bókar. En lmgsanlegt væri það og, að ást.æðan væri önnur. Ef til vill hefir ritdómaranum verið þaðljóst, aðlaudsmenn mundu ófúsari á að trúa dómi haus, ef liann léti þess getið í grein sinni, að jafnframt aðalþýðaranum ynnu þeir biskup, lector og yfir- kennari Stgr. Thorsteinsson að verkiuu, og að engin breytiugaruppá- stunga aðalþýðarans kæmist þar að, nema með fullu samþykki þeirra. Ef þessa heíði vorið getið í greininni, kynni einhver að hafa efað dóm öldungsins, þar sem hann endar mál sitt með þeim orðum, „að sig uggi, að mörgum muni þykja óvíst, livort þessi hiu nýja útlegging verði talin að miklum mun gallaminni að málinu til en sumar hinar eldri, ef málið verði ekki vandaðra á biflíunni í heild sinni eu á sýnis- horninu". Má vera að það sé af slíkum ástæðum, að hann eignar mér, viðvaningnum, einum alt verkið og lætur hinna hvergi ^etið. Eu hvað um það —• eitt er víst: það mun ekki hafa verið af þeim hvötum, er taldar eru í upphafi þessa máls, að liaun reit grein sina; það er ekki gamall hiblíulesari né kirkjurækinn maður, sem hér rís gegn nýjum búningi biblíunnar, heldur mun það aðallega hafa verið réttrituniu á sýnishorniuu, sem hleypt liefir ritdómaranum á stað. Ollum er kunnugt um, hve þungan hug liann leggur á róttrituu Blaða- mannafélagsius, enda tekur liann svo til orða i þessari grein sinni, að

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.