Verði ljós - 01.02.1903, Page 6

Verði ljós - 01.02.1903, Page 6
22 VEBÐI LJOS! X>egar menn því leitast við að íinna vantrú sinni afsökun í getu- leysi, eða þegar þeir frammi fyrir hinum guðdómlega náðarlærdómi hera fyrir sig, að þeim sé ómögulegt að trúa öðru en því, sem þeir geti þreif- að á, ómögulegt að viðurkenna annað en það, sem órækar og fulluægj- andi sannanir séu fyrir, eða að heilbrigð skynsemi þeirra fyrirbjóði að taka nokkuð það gilt og gott, sem þeir fái ekki skiiið til fulls, þá get- um vér, án þess að gjöra oss selca í nokkru ofstæki sagt við slíka menn: Góði vinur! þér skjátlast í meira lagi, — það sem þú í þessu eina tilfelli segir, að þú getir ekki vegna heilbrigðrar skynsemi þinnar, það hið sama gjörir þú í ótal tilfellum öðrum, án þess þér finnist það í minsta máta koma i bága við hina sömu heilbrigðu skyusemi þína. En sé nú þessu svo farið sem hér hefir verið haldið fram, að það að trúa sé hvorki óeðlilegt manninum né ómögulegt, — hvers vegna eru þeir þá svo margir á öllum tímum, sem ekki trúa? Eg nefndi í byrjun greinar þessarar þriðju mótbáruna gegn trúnni, sem sé þessa, að trúin sé manninum ónauðsynleg. Eg skal nú fúslega við það kaunast, að hugsanlegt er, að eitthvað, — og þá ef til vill einnig trúin, — væri bæði eðlilegt manninum og mögulegt, án þess að af því leiddi þegar í stað, að það væri mannin- um nauðsynlegt, svo að hann með engu móti gæti án þess verið. En þó, — þegar vel er að gáð, — munum vér sannfærast um, að þótt svo kynni að vera um ýms önnur efni, þá er öðru máli að gegua þar sem um trúna er að ræða. Um hana er ])að að segja, að eins eðlileg og húu er manninum og eins möguleg og hún er maDninum, eins Dauð- synleg er hún honum. Sé það sem sé satt og rétt, sem óg tók fram áður, að maðurinn geti ekki hætt að trúa nema með því um leið að afneita sínu eigin insta eðli, og sé það satt og rétt, sem ég einnig hólt fram, að án trú- ar verði lífið manninum eiu óbærileg kvöl, þá leiðir af því ómótmælan- lega, að trúin er nauðsynlegt skilyrði fyrir alt líf mannsins og alla lífs- gæfu hans, lífsskilyrði í þessa orðs fylstu og sönnustu merkingu. En hvers vegna verður líf án trúar mauninum óbærileg kvöl? Af því að hann stendur þá allsendis varnarlaus og hjálparlausgagn- vart öllum hinum mörgu öflum tilverunnar, sem umkringja manninn alla æfi frá vöggunni til grafarinnar. Og þegar nú frelsarinn heimtar trú af mönnum, hvort mundi það þá vera eingöngu vegna dýrðar-lífsins annars heims og sælunnar í guðs eilífa ríki á himnum sem trúin ein flytur manninum?Nei og aftur nei! Erelsarinu hefir líka aunað i huga og enginn veit nema það atriði sé fyrir honuin eins mikilvægt og hitt. Hann hefir í liuga þessi öfl tilverunnar sem ég gat um, þessi öfl, er gjöra manninn, er ekki hefir neitt annað við að styðjast en eigin mátt og megiu, sem reyr af vindi skekinn, — hann heimtar trúna, leitast við að vekjatrúna,

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.