Verði ljós - 01.02.1903, Side 12
28
VERÐI LJOS!
rómverska kirkjan fá skilið þetta og taka tillit t.il krafa nýja tímans ? Það
mun koma í ljós. En prestarnir, sór í lagi hinir yugri prestar, vilja
losna úr þessu iðjuleysi og varpa af sér klekkjunum, sem á þeim
hvíla, þeir vilja fá að kynnast heiminum, sera nú er þeim ókunnur.
Þannig tala menn í leynum; en brát.t mun það verða hrópað hátt á
strætunum. Yfirboðarar vorir vita vel, hvernig ástatt er; en hver dirfist
að rjúfa hið mikla lögmál kirkjunnar: þögnina? Jú, vór skulum gera
það; vér skulum hefja baráttunna og leiða hana til lykta“.
Sem geta má nærri, var jafn djarfmannlegt tal og þetta ekki látið
viðgangast afskiftalaust, Biskupinn í Pamiers féklc brátt grafið upp
nafn hins einarðlega og djarfa greinarhöfundar, og kom því til leiðar,
að hann var skipaður í nýtt embætti á útkjálka landsins og vakandi
auga haft á honum. En hann lét innan skamms aftur heyra til sín.
í bréfi, sem seinna birtist frá honum á prent.i, komst hann meðal aun-
ars svo að orði: „Spurningin er, livort ég einn verð til þess að skilja
við kirkjuna eða hvort ekki þeir hinir mörgu, sem hugsa eins og ég,
koma á eftir mér“. Þessi inaður er nú prestur í endurbættu (reform-
eruðu) kirkjunui. I fyrstu prédikuninni, sem hann flutti fyrir hinum
nýja söfnuði síuum, kemst hann meðal annars svo að orði: „Ég minn-
ist enn þeirra daga, er veslings hjarta mitt, án þeirrar trúar sem óg
áður hafði, leitaði sór hvfldar í annari trú, sem gat fullnægt dýpstu
þörfum þess. Ctuð opinberar sig þeim, er leita hans einlæglega, og
þegar ég fyrst opnaði fylgsni sálar minnar fyrir honum, fann ég hann.
Lengi hikaði ég mér við að læra að þekkja hann, þvf að mór hafði
verið taliu trú um, að guð væri að eins í kirkjunni og samfólag við
liann veittist að eins fyrir kirkjuna. En guð talaði nú til hjarta mins,
og friður sá, sem faguaðarerindið gefur fyrirheit um, steig niður í sálu
mina. Þá fann óg frelsaraun Jesúm, sem aldrei hefir sagt., að vór
mættum ekki snúa oss beinlínis til guðs með bænir vorar, og sem hefir
kent oss að þekkja syndir vorar og öðlast lausnina fyrir friðþægingu
hans. Nú faun ég, að ég var kristinu maður og þurfti ekki lengur
rómversku kirkjunnar við. I Krist.i hafði ég höndlað trúna og hjálp-
ræðið, sem Kalvín segir um, að ekki sé laun þjóusins, lieldur erfðahluti
barnsins11.
Þessi prestur er að eins eitt dæmi af mörgum. Það yrði oflaugt
mál úr þessu, ef tilfæra ætti orð í líka stefnu og í likum auda frá
öðrum, svo hægt sem það væri. En hér skulu þó nefud nöfu nokkurra
allrahelztu manuanna í þessari hreyfingu. Fyrstan skal telja Phil-
ippot ábóta. Hann samdi hina nýju og miklu játningu, sem siðan
er orðin fylkingarmerki mikillar sveitar presta, er snúið hafa baki við
katólsku kirkjunni. Þá má nef'na Paul Lesue, prófessor við Saint
Léger-skólann, Evgóne Smets, er áður var Kapúcina-inunkur, Cla-
V e a u ábóta (sem gerðist Metódisti), svartmunkinn Au t o i n e C a r r o t o. fl.