Verði ljós - 01.06.1904, Qupperneq 2
82
VERÖI LJÓS!
himins, og eru englar, maktarvöld og höfðingjar honum undirgefn-
ir“ (1. Pét. 3,21.22.). — „Hann meðtók af guði föður heiður og
dýrð, ]>á þvílík raust barst honum frá liinni hátignarfullu dýrð:
þessi er minn elskulegur sonur, sem ég hefi velþóknun á“ (2. Pét.
1, 17., sbr. söguna Lúk. 9,29. um ummyndun Jesú á fjallinu).
Jóhannes segir í bréfum sínum: „Ef einhver syndgar, þá höf-
um vér árnaðarmann lijá föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta, og
hann er forlíkun fyrir vorar syndir og allrar veraldarinnar syndir,
og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér varðveitum hans
orð (1. Jóh. 2, 1). Hver er framar lygari en sá, sem neitar að
Jesús sé Kristur? Þessi afneitar föðurnum og syninum. Hver,
sem afneitar syninum, hefir ekki heldur samfélag við föðurinn" (2, 22.).
„I því opinberast elska guðs til vor, að guð sendi sinn eingetinn
son í heiminn, svo að vér skyldum lifa fyrir hann“ (4, 9). „Vér
höfum séð og vitnum, að faðirinn hefir sent soninn, frelsara heims-
ins. Hver sem viðurkennir, að Jesús sé guðs sonur, i honum er
guð stöðuglega og hann í guði“ (4, 14). „Hver sem trúir, að Jesús
sé Kristur, er af guði fæddur“. „Hver getur sigrað heiminn, nema
sá sem trúir, að Jesús sé guðs sonur?“ „Hver sem ekki trúir guði,
hefir gert hann að lygara, af því hann hefir ekki trúað þeim vitn-
isburði, sem guð hefir vitnað um sinn son“ (5, 1. 5. 10). „Náð,
miskunn, friður sé með yður frá guði föður og drotni Jesú Kristi,
syni föðursins i sannleika og elsku“ (2. Jóh.).
Þá eru að eins fá orð úr hinni seinustu bók bibliunnar hér
að lútandi. Þar stendur: „Náð sé með yður og friður af Kristi,
þeim trúa vottinum, frumhurði framliðinna, höfðingja jarðarinnar
konunga, honum, sem elskaði oss og þvoði oss af vorum syndum
með blóði sínu; honum sé dýrð og kraftur um aldir alda“ (1, 5).
„Hann er sá fyrsti og síðasti, .'sá sem dó og endurlifnaði“ (2, 8);
liann rannsakar hjörtun og nýrun“, (2,23), hann hefir lykil
Davíðs, sem lýkur svo upp, að enginn læsir aftur, og læsir svo
aftur, að enginn lýkur upj) — sá óbrigðuli, sá trúi og sanni vott-
urinn, upphaf guðs sköpunar“ (3, 7.14). „Ljónið af Júda ættkvísl
hefir sigur unnið. Lambið slátraða er verðugt að meðtaka vald
og ríkdóm, vizku og kraft, heiður, dýrð og þakkir“ (5,5.12.).
„Lambið er drottinn drotnanna og konungur konunganna“ (17, 12.).
Hvað skulum vér þá segja að öllu þessu heyrðu? Megum vér
ekki taka oss í munn orðin (Hebr. 12, 1.—3.): „Fyrst vér erum
umkringdir af slíkum vitnatjölda, þá léttum á oss allri byrði og
viðloðandi synd og rennum þolgóðir skeið það, sem oss er lýrir-