Verði ljós - 01.06.1904, Síða 7
VERÐI LJÓS!
87
Ég og faðirinn erum eitt“ (10, 27). „Það sem faðirinn gerir, það
gerir og sonurinn sömuleiðis, til þess að allir heiðri soninn, eins og
þeir heiðra föðurinn'* (5, 10. 23). „Ég er upprisan og Iífið; sá sem
trúir á mig, hann mun lifa þótt hann degi“ (11, 25).
Ilann kveðst hafa vald, til að fyrirgefa syndir á jörðu. Hann
kveðst muni upprisa á 3. degi (Matth. 17,23, 20,19). „Átti ekki
Kristur að líða þetta og ganga inn í dýrð sína?“ (Lúk. 24,26.).
Og til hvers er alt þetta skrifað? „Þetta er skrifað, til þess
að þér skuluð trúa, að Jesús er Kristur sonur guðs, og til þess að
þér, sem trúið, hafið lífið í hans nafni (Jóh. 20,31)“.
Aðalstefnan í öllum ræðum Jesú er, að hann sé einka-upp-
spretta als hjálpræðis fyrir alla menn á öllum tímum, ogpost-
ular hans vitna: „Ekki er hjálpræði i neinu öðru en nafni Jesú
Krists“.
„Það er fullkomnað“, mælti hann, áður hann hneigði höfði
og gaf upp andann, og hann gat mælt svo, guðmaðurinn,
en hver manna má svo mæla? Er ekki alt vort verk hálfverk?
Ofullkomleikinn er markið á öllu voru verki. Því verður ekki leynt.
Játum það hreinskilnislega. Hugsum ekki hærra um oss en hugsa
ber. Játum þörf vora á frelsaranum syndaranna, á því lambinu
guðs, sem ber heimsins synd, og þvær oss, helgar, hreinsar afvið-
loðandi synd. Því að syndarar erurn vér allir, og kynnum ekki
einu orði að svara til þúsund, ef í réttlætisdóm skyldi gengið.
„Þektu sjálfan þig“. Látum ekki syndina liggja oss í léttu rúmi.
Hún er engin lítilvæg vöntun, sem vér getum smámsaman bætt
upp og bætt úr sjálfir með betri upplýsingu. Ilún er eðlisbrestur,
hún er óvinátta við heilagan og réttlátan guð. Hún situr í rótum
hjarta míns, í dýpstu fylgsnum eðlis mins. Ég er dauður í synd
minni, annarstaðar að þarf lífsstraumur að koma, ef það sem dautt
er, á að lifna og lifa. Og lífsstraumurinn er kominn frá lífgjaf-
anum, annarstaðar að gat hann ekki komið. Reynslan er, að
Jakobs stiginn verður ekki reistur af jörðu til himna, heldur verður
að rétta hann af himnum ofan niður til jarðar. Að sjá guð, get-
um vér ekki tekiö eins og herfang. Maðurinn getur ekkert tek-
ið, nema honum sé gefið það að ofan. Guð verður að opinbera
sig fyrir oss. Annars finnum vér liann ekld. Hann hefir útvalið
oss i Kristi, áður en veröldin var grundvölluð, til þess að vér
skyldum vera heilagir og flekklausir fyrir hans augliti, og af yfir-
taks gæzku sinni fyrirhugað oss barnarélt hjá sér fyrir Jesúm Krist.
Ilann fann ráð til að afplána synd vora, til þess að lifga oss, sem