Verði ljós - 01.06.1904, Page 9

Verði ljós - 01.06.1904, Page 9
VERÐI LJÓS! 89 Það er hinn friðþægjandi dauði guðs sonar af fúsum kærleika, sem hreinsar oss af allri synd. Ég enda þetta mál með hinu alkunna versi eftir trúarskáldið vort mikla Hallgrím Pétursson, sem mér fmst í fæstum orðum, er ég man eftir, flytja mestan kristindóm, ef ekki ]>ví sem næst allan kristindóm, versinu: Alt hef ég, Jesú, illa gert, Alt það að bæta þú kominn ert, Um alt ])ví eg kvittur er. Alt mitt líf skal þjóna þér. Þar til, Jesú, hjálpa þú mér. ,,Alt lief ég, Jesú, illa gert“. Þar ber hinn vanheili upp fyrir þeim eina, rétta meinanna græðara sína dauðlegu eymd, og dregur ekkert undan. Fyrir hans líknarfulla augliti fyrirverð ég mig ekki, ])ó að ég gæti dáið af blygðun, ef mennirnir sæju alt, sem hreyfir sér og hefir hreyft sér í mínu syndspilta l)jarta „Alt hef ég, Jesú, illa gert, Alt það bæta þú kominn ert, Um alt því ég kvittur er“; þar er lífsvonin, þar er gleðin, þar er friðurinn. Föðurbrjóstið býður sig fram fyrir hið brotlega barnið, til að halla sér npp að og fá fyrirgefningu í hinum blessaða bróður, Jesú. „Alt mitt líf skal þjóna þér“, Þar kenmr til skuldbindingarinnar af minni hálfu, og þá vandast aftur málið fyrir mér. Vertu trúr alt til dauðans, trúr í verki trúarinnar, vertu trúr í eftirfylgd frelsarans, þá munt þú höndla hnossið. Sofandi fæ ég ekki neitt, sem nokkuð er í varið, sem nokkur eign er í. Sofandi fæ ég ekki þekkingu á guði nu'num og frelsara, sofandi öðlast ég ekki þann frið guðs, sem yfirgengur allan skilning. Guð er ekki guð hinna lötu, þeirra sem ekkert vilja á sig leggja, láta sér alla guðrækni liggja í léttu rúmi. Stai-fsemi þarf við, stöðugrar starfsemi og árvekni, til þess að finna guð sinn og frelsara, stöðugt að vaka, til þess að falla ekki í freistni, stöðug bæn og íhugun, til þess að finna. Þá kemur nú aftur vanmátturinn, ávirðingarnar, brasanirnar. En ég læt ekki hugfallast fyrir því. Ég játa veikleika minn í trúskapnum og starf- seminni eins og í öllu öðru; en ég á stuðning og hann sterkan, ef ég kannast við veikleika minn og þörf á styrk, og er glaðúr að geta varpað áhyggju minni upp á hann, sem aldrei bregzt og aldrei mun bregðast þeim, er treysta honum. Af því að fyrir mér vakir

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.