Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 1
BORGIR.
(Framh.)
Konsúllinn var maður á efra aldri og nokk-
uð grár fyrir hærum. Hann var meðalmaður
vexti og þó í lagra lagi, hvatlegur á velli og
þéttvaxinn. Að yfirlitum var hann fríður sýn-
um. Ennið hátt og kúpt, augabrýrnar boga-
dregnar og hæfilega loðnar, nefið dálítið bjúgt
að framan, kinnarnar fölar og sléttar, en bog-
inn undir augunum helzt til skýr. Varirnar voru
þunnar og sú neðri stóð of langt fram, en
efrivararskeggið skýldi þeim lýtum að mestu.
Augun voru dökk og lítil, en snarleg og
hvöss. Djúp hrukka var á milli augnanna og
andlitsdrættirnir á niðurandlitinu voru nokkuð
harðlegir. Þó var svipurinn fremur góðmannleg-
ur og dálítið gletnislegur. Seinmæltur var hann
og heldui stirðmæltur, og drap í skörðin á
milli framtannanna, þegar hann talaði.
Nafnið Svendsen vardregið af nafni Sveins
gamla Grundarprests, afa konsúlsins. Grímur,
faðir konsúlsins, hafði séð það í tíma, að illa
kom það sér og átti hvergi nærri við, að ís-
lenzkur kaupmaður, sem skifti við dönsk verzl-
unarfélög og danska kaupmenn, héti íslenzku
nafni. Pað var eins og maðurinn kynni ekki þá
sjálfsögðu kaupmannsskyldu að gera hinum
dönsku samþegnum sínum nafn sitt nmnntamt
og meðfærilegt. Svo gerði það ilt verra, hvern-
ig Danir báru föðurnafn hans fram, er það kom
þeim fyrir augu á íslenzku, því erfitt var í máli
þeirra að þekkja það frá þýzka oiðinu «Schwein«
eða enska orðinu «svine« sem hvortveggja er
framborið «Svæn« og þyðir svin; en svínsson
vildi Grímur ekki vera álitinn í Kaupmauna-
höfn.
Konsúllinn tók því nafnið að erfðum, og
N. Kv. III. 5.
ásetti sér að grafa það djúpt og skýrt í al-
menna meðvitund og sögu Grundfirðinga, svo
lengi stæði það ómáð. Nú hafði honum
fyrir allmörgum árum síðan tekizt að lengja
það, með nafnbót, sem jafnvel bar af nafn-
inn sjálfu. Pað var konsúlsnafnið. Konsúls-
merkið framan á húsi hans og flaggið á
stönginni minti menn einnig daglega á þetta
hávirðulega nafn, ásamt vanda þeim og veg-
semd, sem því fylgdi. Nú voru allir Eyrarbú-
ar, sem teljast vildu menn með mönnum, bún-
ir að læra að ávarpa konsúlinn réttilega. En
úti í firðinum og inni í fjarðardalnum voru
,enn þá «dónar», sem ómögulegt var að kenna
manna siðu. Þeir kölluðu konsúlinn «Sveinka«,
og ekkert annað. Pað gerðu þeir, þóttútiværi
og margir heyrðu til, og ef konsúllinn heyrði
ótrúlega illa, þá kölluðu þeir nafnið enn hærra.
Ekki lét konsúllinn slíka smámuni á sig fá,
heldur hafði hann allan hug á því, að láta
mikið að sér kveða í firðinum og sýna þar
öllum «dónunum» líka, að hann væri maður
á móti þeim mörgum saman. Ekki taldi hann
það eftir sér að vera hæsti gjaldandi sveitar-
innar og gjalda tvöfalt hærra útsvar en sá
næsti fyrir neðan hann. í öllum vandamálum
sveitarinnar var hann ötull og ósérhlífinn, enda
þótti aldrei neinum ráðum ráðið, nema hann
væri þar til kvaddur. í mörgum eða flest-
um félagsfyrirtækjum fjarðarins var hann
lífið og sálin; framfarafélagið hafði hann stofn-
að og jafnan verið formaður þess. Hann var
meðstofnandi búnaðarfélagsins og lestrarfélags-
ins, en heiðursfélagi skíðafélagsins, söngfélags-
ins, málfundafélagsins og kvenfélagsins. Eini
13.