Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 3
BORGIR. 99 Konsúllinnvareinn af þessum veðurglöggu kaup- mönnum, og hafði nú næstum mannsaldurs reynslu í því efni. Pess vegna varð honum flest að féþúfu, sem hann tók sér fyrir, og þess vegna var óhætt að treysta því, að horf- urnar væru ekki sem vtrstar, ef hann sagði það. Retta var almenn skoðun þar í firðin- um. Konsúllinn dvaldi góða stund við þessar »almennu horfur». A meðan bætti hann hvað eftir annað í glös þeirra, ritstjórans og prests- ins, en drakk dræmt sjálfur. Loks tók samtalið aðra stefnu. Konsúllinn lét í Ijósi gleði sína og innilegustu ánægju yfir því, að séra Gísli hefði gert sér þann heið- ur að heimsækja hann og endurtók það, sem hann fyr hafði sagt, að prestar træðu sig ekki oft um tær. Retta væri sér því kærara, sem hann vissi, að séra 'Gísli væri aðstoðarprestur séra Torfa og tengdasonarefni hans, en lengi hefði verið fremur fátt með þeim Torfa. Séra Gísli mundi því fremur hafa heyrt hans að illu en góðu getið þar innra, en það sýndi valmensku hans og sannleiksást, að hann léti ekki baktal á sér festa, en gerði sér sjálfur far um að kynnast sóknarbörnum sínum. Hann bað nú séra Gísla að vera jafnan vel- kominn í hús sitt, og kvaðst vonast þess fast- lega, þeir létu ekki væringar við Torfa prest spilla vinfengi sínu. Ressu til staðfestu hringdu þeir glösum. Séra Gísla fór að hitna um hjartaræturnar. Vínið átti dálítinn þátt í því, en ræðan kon- súlsins þó en meiri. Hann roðnaði í framan og augun urðu nokkuð vot og starandi. En nú var hann upplitsdjarfari en áður. Feimnin færðist af honum og hann fann til ánægjunn- ar af því, að sitja meðal góðra vina. Konsúllinn hélt áfram. Nú sagði hann séra Gísla lauslega af því, hvað þeim Torfa hefði á milli farið í safnaðarmálum, og bar það undir hans dóm, hvort honum þætti þetta eða hitt sanngjarnt eða prestlegt. Séra Gísli var honum samdóma um það alt saman, eða kink- aði kolli þegjandi til samþykkis. Að vísu voru stöku atriði, sem hann hefði langað til að gera athugasemdir við, en hann hætti við það. Var það bæði vegna þess, að hann komst ekki að, því konsúllinn lét dæluna ganga, og ekki síður vegna hins, að hann vildi sneiða hjá því að vekja stælur um þessi mál þar inni. Enda var hann hræddur um, að þá mundi kólna um vinfengið, en það vildi hann fyrir hvern mun varast að gefa tilefni til þess. Retta var þeim mun Iéttara, sem hann félst á ástæður konsúlsins í öllum aðalatriðum. Ressa leið færðist konsúllinn smátt og smátt nær aðalkjarna samræðunnar. Hann sagði, að nú hefði það um tíma vakað fyrir sér og fleiri góðum mönnum þar ytra, að segja sig úr þjóðkirkjunni og stofna fríkirkju. Hugmyndin væri nú nokkurra missira gömul og því farin að þroskast. Nú hefði tendgasyni sínum,ritstjóranum, —þeim öllum til mikils fagn- aðar— heyrst það á prestinum upp við Dranga- foss um daginn, að hann væri hlyntur þessu máli og ekki fráhverfur því, jafnvel að leggja fram lið sitt því til stuðnings. Konsúlnum þólti hyggilegra, að kalla hug- myndina nokkurra missira gamla, eit nokkurra daga, og eins hitt, að láta sem hér væri um nokkurn flokk manna að ræða. Slík smá-lýgi gat engan skaða gert. Rað var sem séra Gísli fengi sting í brjóst- ið, þegar samtalið hneigðist að þessu, og í fyrstunni svaraði hann vöflum einum. En orð þau, sem hann hafði talað við Drangafoss, urðu ekki aftur tekin Að vísu datt honum í hug að segja þetta hreinskilnislega, að honuni hefði engin alvara verið ineð þeim, en honum fanst hann gera sig að minni manni með því, og þá hætti hann við það. Hann lét því í veðri vaka, að fríkirkjufyrirkomulagið væri einmitt það, sem hann teldi hið eina rétta og eðlilega, en taldi nokkur tormerki á að byrja á því, og hug- ntyndina enn þá í bernsku. Ress vegna vildi hann hugsa sig vel um, áður en hann gæfi bindandi svör í þessu máli. Konsúllinn bætti í glasið hans. Hann þakk- aði honum hlýlegar undirtektir, Itvað það aldrei 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.