Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 24
120 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. þú þarft ei langt að leita að þeim — þær liggja í sjálfum þér: Að fegra og þroska sína sál og sína drottins mynd, það er sú leið, sem ei er tál að æðstu gróðalind. Jón Guðmundsson. Smælki. Óheppileg misgrip. Húsbóndinn: Það er undarlegt, að mér skuli eigi vitund batna af pillunuin sem Guðmundur læknir hældi svo mikið. Husfreyja: Hvernig ætti það að vera, þú hefir eigi tekið þær inn í þjár vikur. Húsb: Því segurðu þetta, kona, eg sem stöðugt gleypi þrjár reglulega á hverjum degi. Húsfr. Það er ómögulegt, því ekkert hefir mink- að í öskjunni, eða hvar geymirðu þessar pillur sem þú tekur. Húsb.: í aflöngu svörtu öskjunni til vinstri handar í borðskúffunni. Húsfr.: Hamingjan hjálpi mér; í henni geymdi eg svörtu litlu skóhnappana mína. Sá hjúasæli. Húsbó nd.inn (önugur); Því er kaffið í dag öðruvísi en vant er ? Húsfreyjan: Eg bjó það ekki til í þetta sinni. Tengdamamma: Eg ekki heldur. Vin n ukon an: Eg gerði það, eða er nokkuð að því. Húsb.: (mjúkmáll) Nei, mikil ósköp. Eg ætlaði að eins að segja, að það sé það bezta kaffi sem eg hefi lengi fengið. Hjá spákerlingunni. Kerling (við ungan mann sem vildi fá að vita forlög sín): Fyrstu 40 ár æfinnar verðurðu fyrirótal vonbrigðum og lifir víð fátækt. Ujiglingurinn (ákafur): Ensvo síðar, hvernig verða efri árin. Kerling: Þá ferðu að sætta þig við lífskjör þín. Vissi hvað hún fór. Mamman: Sjáðu, Anna, nú dansar Aðolf þinn við stelpuna hana Soffíu, sem altaf er að reyna til að ná honum frá þér. Ertu ekki hrædd við það ? Anna: Ónei, eg bað hann einmitt að dansa við hana. Eg vildi hún fengi að finna hvað klaufalega hann trampar annað slagið ofan á fæturnar á mót- dansaranum; það getur haft góð áhrif á ímyndunar- afl hennar. Aldrei reynt það. Hann: Það er víst fjarska erfitt fyrir ungar stúlk- ur að þegja yfir leyndarmáli ? Hún: Eg veit það ekki. Eg hefi aldrei reyntþað. Óreiknandi dæmi. Kenn arinn: Ef þú kaupir 25 álnir af svörtu klæði fyrir 14 kr., hvað kosta þá 6 áinir? Helgi (kaupmannssonur): Það get eg eigi sagt yður, af því það er hvergi hægt að fá 25 álnir af svörtu klæði fyrir þetta verð. Sá tilfinningalausi. Katrín: Hvað sagði svo maðurinn þinn, þegar þú félst í öngvit út af því hann neitaði um kjólefn- ið? Margrét: Hann sagði ekki eitt orð, óþokkinn sá arna, sótti bara hraðmyndavélina sína og tók mynd af mér. Og ekki er nú svo mikið um, að hann hafi sýnt mér myndina. Svo eg vissi hvernig öngvitið færi mér. Góðmennið. Bankastjórinn: Þér komið of seint ungi mað- ur. Dóttir mín trúlofaðist frænda sínum í gær. Biðillinn: Trúlofaðist frændasínum. Nú skil eg. Já, garmurinn er í eins miklum kröggum og eg, látið hann bara fá liana. Aldrei þegjandi. A: Er konan yðar ekki stundum sorgbitin og hljóð. B: Sorgbitin er hún stundum en aldrei þegjandi. Tilslettni. A [við nábúa sinnj: 24 ár hefir þú verið giftur og skift um bústað svo að segja á hverju ári. Það fer því að líða að því, að þú getir haldið kvikasilf- ursbrúðkaup þitt. Kaup kaups. Vinnukonan: Frúin hefir beðið mig að segja, að hún sé ekki heima. Konan (sem komin var i heimsókn): Einmitt það. Gjörið svo vel og segja frúnni, að eg hafi ekki komið hér. Ekki trúaður. Umboðsmaðurinn: Svo þú vilt ekki láta tryggja húsgögn þín gegn eldsvoða? Gæzlumaðurinn: Ónei, og hefi aldrei orðið fyrir höppum, og verð það þá líklega ekki héðan af, kominn á grafarbarminn. — Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.