Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 21
HEIMILISKENNARINN.
117
því var við, þegar hún fór inn í innra her-
bergi bróður síns, og hann vissi, að drengur-
inn var þá úti.
Litlu síðar komst hann að því, að Eiríkur
fór einnig þangað inn, og þá þóttist hann vita
að ekki væri alt með feldu, Hann nísti
tönnum af gremju og reiði yfir þessari ósvífni.
Fyrst kom honum til hugar að vaða inn til
þessara þokka-hjúa og gera þau hrædd, en svo
sá hann, að það mundi eigi sóma sér fyrir
hann sem gest á heimilinu, og að hann hafði
engan rétt til að hlutast til um þetta mál. Hann
hljóp því út til Kunós og sagði honum, að
systir hans sæti ein á launfundi hjá húskenn-
aranum inni í herbergi Bennós.
Eirikur hafði hert upp hugann, þegar hann
gekk inn í herbergið til síðasta viðtals við bar-
ónsdótturina. Pótt vonleysið og harmurinn hefði
gagntekið huga hans. Þau höfðu eigi séðst
frá þvi deginum áður. Þau stóðu nú þeg-
jatidi í herberginu hvort gagnvart öðru, en
þó þau þegðu börðust hjörtun af ást og sorg
í brjóstum þeirra.
Rað var Eiríkur, sem rauf þögnina.
&Eg hefði átt að fara héðan án þess að
sjá yður,» sagði hann. »Eg veit það, en eg
hafði lofað yður að tala við yður áður en eg
færi, og eg beið einungis eftir tækifæri til þess
að geta fullrtægt því loforði.»
«Eruð þér neyddur til að faraj? eru engir
möguleikar aðrir, engin von fyrir ást okkar,»
spurði Oeirþrúður harmþrungin.
«Nei, eg sé enga,» sagði Eiríkur sorgbitinn.
(íRér getið ímyndað yður hvaða svar eg mundi
fá, ef eg færi til foreldra yðar og bæði um
hönd yðar. Eg sem hefi enga ættgöfgi að
telja mér til gildis, enga sæmilega stöðu. Þau
mundu halda, að eg væri ekki með fullu viti,»
og beiskjublandið bros kom á varir hans.
«Eg veit það, það yrði einungis til að auð-
mýkja yður.» En svo brast hún í grát og sagði:
«Eru þá engin ráð tilað yfirstíga þessar hindr-
anir.»
Eiríkur ypti öxlum þyngslalega. Hann varð
að taka á a|lri sinni stillingu, til þess að til-
finningarnar hlypu eigi með hann. Rótt hann
gæti eigi dulið, að hann findi sárt til.
«Við verðum að skilja, það er gamla sag-
an, sem svo oft er endurtekin. Og þó hefði
gæfan ef til vill brosað við okkur, ef við hefð-
um kynst fyr, eg þá náð hinu sæluríkasta tak-
marki.«
«Hefðum við kynst fyr, hvað eigið þér við;
hafið þér þar einhvern vonarneista, sem þér
viljið dylja fyrir mér.»
„Nei, Nei, eg hvorki má né vil segja yður
nokkuð um hin grimu forlög mín, sem svo
sorglega hafa leikið mig, Ást okkar hefir enga
von, svo eg verð að fara, og óska yður svo
innilega alls góðs.»
Hann ætlaði að rétta henni hendina að
skilnaði, en þá yfirbuguðu tilfinningarnar ung-
meyjuna, og hún fleygði sér grátandi í faðm hans
og vafði báða handleggi um háls honum.
•<Eiríkur, minn allra kærasti Eiríkur! Eg
get eigi skilið viðyður,» sagði hún með ekka.
I þessum svifum var herbergishurðinni
hrundið upp og inn geysuðu bræður Geirþrúð-
ar. Uti fyrir stóð Pranknitz liðforingi með
sigurbrosi á vörum, þegar hann sá hver áhrif
þessi óvænta aðkoma mundi hafa.
Elskendurnir losuðu sig skyndilega úr faðm-
lögunum, og Geirþrúður hné máttvana ofan á
stól.
«Kunó sneri sér að Eiríki, og sagði hátt
með gremjuþrungnum rómi: «Pér eruð var-
menni og lubbi, herra minn.»
Eiríkur hafði von bráðar getað áttað sig á
kringumstæðunum, og hann sá þegar, aðhann,
varð að taka á allri sinni stillingu og rósemi
vegna ástmeyjar sinnar.
«Gáið að hvað þérsegið, herra liðforingi,»
sagði hann með einurð og alvöru.
«Hvers er að gæta, sjón er sögu ríkari,»
sagði Kunó æfur, »þér eruð að reyna að tæla
systur mína, með smjaðuryrðum og hafið ó-
drengilega brugðist því trausti, sem yður hefir
verið sýnt hér á heimilinu. Rér eruð ,varmenni,
sem eigið skilið að vera rekinn burtu eins og
hundttr,5?