Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 2

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 2
98 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. félagsskapurinn í firðinum, sem hann var ekk- ert við riðinn, var bindisfélagið. Ró hafði hann gefið gamla bindindisfélaginu 500 kr. í sam- komuhúsi, sem það kom sér upp á Eyrinni, en við Good-Templara-félagið víldi hann ekkert eiga. Honuin stóð stuggur af því; því var alt of mikil alvara. En nú var Good-Templarafélagið orðið eig- andi að þessu liúsi, því bindindisfélagið hafði Iognast út af. Konsúllinn hafði verið giftur danskri konu, ‘en var nú skilirm við hana að lögum, og hún gift öðrum manní. Börn þeirra hafði hann al- ið upp og var Hildur yngst þeirra. A afskifti konsúlsins af safnaðarmálum er áður minet, en eitt af stærstu framfarafyrirtæk- jum hans, er enn að mestu ótalið. Rað var prentsmiðjan ogstofnun «MjöInis.» Rað tiltæki gátu þeir af fjarðarbúum, sem bezt höfðu aug- un opin fyrir framförum fjarðarins og sæind hans, aldrei fullþakkað honum. Með því var Grundarfirði skipað í röð hinna stærri kaup- staða, seni einir höfðu sín eigin blöð, og nafn hans ruddi sér úl rúms í meðvitund allrar þjóð- arinnar. Slíkí málgagn bar skoðanir þeirra á landsmálum til fjarlægra eyrna og flutti fregn- ir af þeim bæði um landið og til fjarlægra landa. Oft höfðu þeim verið óljósar óskir sín- ar firðinum til frama, eu eftir að blaðið kom, sáu þeir æ betur og betur, að það var ein- mitt þetta, sem þá vantaði mest af öllu. Ress vegna sóru þeir þess dýran eið bæði hátt og í hljóði, að styðja blaðið og ritstjórann og konsúlinn — alt til æfinlegs gengis, en standa sem múrveggur gegn öllum hans óvinum. Konsúllinn lét sér vel líka það fylgi, sem blaðið hafði í firðinum. En þegar á> það var minst og framtíð.. þess, varpaði hann mæðilega öndinni og varð áhyggjufullúr. En hann sagði ekkert. — Ritstjórinn hafði þegar hreyft fríkirkjumál- inu við konsúlinn í einrúmi. Hann hafði þá tekið því seinlega og litizt illa á þann vanda, sem það niundi binda bæði honurn og öðrum. En þegar hann hugsaði sig betur um,sáhann það, að ekkert mundi vera Torfa gamla meira til ills’, og gaman væri að geta sýnt honum það, að þeir Eyrarmenn stæðu ekki ráðalausir, þótt honum tækist að spilla málum þeirra. Rað var þájafnframtmaklegskapraun handa stiftsyfirvöld- unum oglandstjórninni fyrir íhlutunarleysi þeirra. Vegna alls þessa var mikið leggjandi í sölurn- ar. Það leið því ekki á löngu, þar til hann var búinn að taka ákveðna stefnu í þessu máli, og þegar hann tók sér eitthvað fyrir hendur, fylgdi hann því fram heill og óskiftur. Koma séra Gísla þangað út eftir gat því ekki verið betur undirbúin en hún var. Konsúllinn bað prestinn að afsaka, að sök- um annríkis hefði hann orðið að láta hann bíða, og bætti við brosandi, að langt væri nú síðan að prestur hefði setið undir sínu þaki. Séra Gísli skildi við hvað hann átti, og svaraði þar fáu um. Að svo stöddu vildi hann vera hlutlaus uin það, sem þeim Eyrarmönn- um og Torfa fór á milli. «Hildur mín, þú verður að sækja okkur eitthvað að væta með varirnar», mælti kon súllinn. »Presturinn er þó — vonandi — ekki Good-Templari? Pér hljótið að vera þyrstur eftir ferðina.» Síðan hvíslaði hann að Hildi: »Sæktu »Jóhannesberger»; heyrirðu það!» Séra Gísli tók því þakksamlega, og Hildur færði þeím það, sem um var beðið. Síðan fór hún burt úr stofunni. Hún þóttist vita að eitt- hvað mundu þeir vilja ræða, sem þeir kærðu sig ekki um, að fleiri væru heyrnarvottar að. Fyrst hneigðist samtalið að daglegum hlut- um: afla og útvegi og horfutn til lands og sjávar. Konsúllinn var því öllu manna kunn- ugastur. Hér á landi sem annarstaðar þurfa kaupmenn að hafa vakandi auga á árferði og útliti í viðskiftalífinu alt í kringum sig. Þeir þurfa að gá til veðurs í viðskiftaheiminum, ekki síður en sjómaðurinn á hafinu, og læra að sjá fyrir veðrabrigði. Pau eru viðsjál þar eins og annarstaðar, ef þau koma að óvörum.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.