Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 5
BORGIR. 101 söfnuðinn að erfðum eftir Torfa. En gerðist hann fríkirkjuprestur, bryti hann brýrnar að baki sér, því þá væri ekki framar um sam- komulag á milli þeirra Torfa að ræða, og mjög óvíst, hvort kirkjuvöldin fyrirgæfu honum ann- að eins tiltæki. Hann ætti því mikið á hættu og þyrfti þ\í mikið á fulltingi og drengskap þeirra fríkirkjumanna að treysta, ef hann ætti að reisa merki þeirra. Konsúllinn lét sér þessa tölu vel líka, og iofaði öllu fögru; og séra Gísla leizt svo á manninn, að ekki mundi hann lofa meiru, en hann ætlaði sér að efna. Pað var nú bundið fastmælum, að þessi ráðagerð væri látin fara mjög hljótt fram eftir sumrinu, meðan mesta annríkið var. »En Mjöln- ir«. átti að undirbúa menn með greinum um fríkirkjumálið við og við. A með^n átti séra Gísli að halda andlega kvöldsöngva með ræð- um og bænahaldi í Good-Templarahúsinu á sunnudöguin. Þeir áttu að kenna mönnum að safnast saman til guðsþjónustu þar á Eyrinni og venja þá af því með öllu að sækja messu inn í fjarðarbotninn. Og þegar þeir tæmdu glösin síðast, drukku þeir minni hinnar ungu fríkirkju, sem þeir töldu — sama sem — stofnaða, Að lokum bað konsúllinn séra Gísla að gera sér þá ánægju, að borða hjá sér mið- degisverð. Presturinn þáði boðið með þökkum. Seinna um daginn sátu þau í þessari sömu stofu konsúllinn og Hildur og séra Gísli. Rit- stjórinn var þar ekki. Peir konsúllinn og séra Gísli reyktu vindla sína og ræddu um alla heima og geima. Nú var öll feimni farin af prestinum og honum geðjaðist með hverri stundinni betur og betur að konsúlnum. Hildur var hæglátari, en hann hafði séð hanft áðwr. Návrst konsúlsins hétt mestu kát- ínu hennar í skefjum. Og þótt hún legði við og við orð í belg, eða hlægi að því, sem þeir sögðu, átti hún bágt með að leyna því að henni leiddist. Hún hvarflaði frá einu til ann- ars og fitlaði við ýmislegt. Húnvissi ekki hvað hún átti að taka sér fyrir hendur. Séra Gísli gaf henni stöðugtauga. Nú kom hún honum enn öðruvísi fyrir sjónir, en í hin skiftin tvö, sem hann hafði séð hana. Petta hæglæti fór henni yndislega, engu síður en fjörið og glaðværðin. Pað gerði hana kven- legri, húsfreyjulegri, langaði prestinn til að kalla það. «Hildur, — ætlarðu ekki að leika eitt lag fyrir okkur ?» spurði konsúllinn eitt sinn eftir að hlé hafði orðið á samtalinu. Hildur færðist fremur undan. Eg kann svo fátt en þá. Presturinn hefir ekkert gaman af því að heyra mig leika á hljóðfæri. Hann hefir svo oft heyrt vel leikið.» «Hvaða bull!» svaraði konsúllinn. «Hann virðir það á betra veg.» Nú lagði séra Gísli að henni líka, og sár- bað hana um, að lofa sér að heyra eitt lag. Pað var ekki laust við, að Hildi þætti gam- an að því, að láta þá báða ganga eftir sér. «Pér verðið þá að lofa mér einu í staðinn, séra Gísli,» mælti hún, um leið og hún tók söngbækur ofan af hljóðfærinu og blaðaði í þeim. «Pér verðið að syngja eitt lag fyrir okkur.» Nú vandaðist málið. Sízt af öllu hafði séra Gísli viljað verða fyrir þessari bón. «Eg get ekkert sungið,» mælti hann bros- andi og roðnaði við. Hildur flýtti sér að andmæla því: «Þér þurfið ekkert að- segja mér af því. Pér sunguð með okkur uppi við fossinn; mun- ið þér það ekki? Pér hafið ágæt hljóð.» »Honum er engin alvara að færast undan því,» skaut konsúllinn inn í. Séra Gísli hafði fremur veik hljóð en hljóm- þýð og beitti þeim gætilega. Hann var söng- vin að eðlisfari og hafði Iagt allmikla stund á söng á skólaárutn sínum. Pað átti betur vrð

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.