Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 13
A FERÐ OG FLUGI.
109
<>Stendur þetta nokkuð í sambandi við af-
föku mína ?« spurði Lavarede.
«Já, því ef keisarinn situr heima í höll sinni
verður meginþorri hermanna hans þar í nánd
og einungis fátt af þeim mun fara út til Tára-
brúarinnar, til þess að vera við aftökuna, og
væri þá ekki óhugsandi að tækifæri kynni
að bjóðast fyrir yður til þess að rífa yður laus-
an frá böðlunum og flýja. En ef keisarinn Iæt-
ur bera sig út þá er—»
»Ef keisarinn lætur bera sig út, er úti um
mig,» sagði Lavarede. F*að er næstum bros-
legt að líf mitt skuli vera komið undir slíkri
tilviljun.»
Þótt Lavarede léti engan bilbug á sér finna
varð presturinn var við, og hann hafði enga
löngun til að halda þessu tali áfram. Þeir hættu
því viðræðunum og lögðust báðir til svefns.
Næsta morgun var Lavarede leiddur fyrir
kinverskan embættismann, sem girtur var stuttu
sverði. Með kaldri kurteisi, sem mannvonzku
tilhneiging var auðsæ bak við, skýrði hans Lava-
rede frá því; að hann ætti að hálshöggvast
næsta dag og hverfa þannig úr þessum heimi til
feðra sinna. Síðan gat hann ekki dulið hatur
sitt til Evrópumanna og óskaði að hann hefði
þá milli handa, þessa óvini ættjarðar sinn-
ar, svo hann gæti svift þá alla lífi, og grimd-
in skein út úr augum hans. Síðan var Lava-
rede fluttur aftur í dimma klefann.
Rreytan og vonleysið gagntók aftur fang-
ann. Hann óttaðist að vísu ekki dauða sinn,
en það særði hann mest að verða að falla fyr-
ir hinum kínversku böðluni.
Næstu nótt svaf hann illa, hatin hrökk upp
hvað eftir annað við það, að honum heyrðist
vera kallað á sig. Og um morguninn, þegar
komið var til þess að flytja liann á aftöku-
staðinn, var hann dauðþreyitur og lamaður á
sál og líkama. Presturinn sem verið hafði með
honum í fangahúsinu bað fyrir honum og
reyndi að hughreysta hann.
Svo var haldið af stað með fangann og
þungur fjalaklafi var settur um háls honum,
Pegar út kom á strætin, varð Lavarede ljóst,
að öll von var úti fyrir hann.
Af öllum útbúuaði var auðsætt, að ein-
valdsdrottinn hinna fjögur hundruð miljóna
kínversku sálna ætlaði að láta bera sig um
borgina þennan dag.
ÖII hús voru lokuð, og prýdd með hvítu
lérefti götumegin. Hermennirnir voru alstaðar
á gangi, og allir almúgamenn, er um strætin
fóru, höfðu hvítt klæði í hendinni, svo þeir
gætu snarað því yfir höfuð sér, ef þeir kynnu
að mæta keisaranum, því dauðahegning liggur
við því ef almúgamaður horfir á andlit hon-
um.
Pað var haldið af stað til Tárabrúarinnar,
og stöðugt safnaðist fleira og fleira fólk kring-
nm fangafylgdina. h'ermennirnir urðu að halda
fjöldanum í skefjum og slógu flötum sverðun-
um til þeirra, sem voru of nærgöngulir.
Skyldi það vera nún vegna að ailur þessi
manngrúi er á ferðinni? hugsaði Lavarede með
sér.
En sú metnaðarhugsun varð eigi langgæð.
Pví hann komst að raun um, að það var af
alt öðrum ástæðum að allur þessi manngrúi
var kominn á kreik. Pegar komið var ofan að
skurði þeim, sem flytur vatnið í burtfráLien-
Koua-Tsche-vatninu, sást Tárabrúin og var henn-
ar gætt af hermannahóp. Hinu megin við brúna
blasti við víðlendur grasflötur, og var lágur
skíðgarður í kringum nokkurn hluta hans. Yfir
garði þessum sveif í lausu lofti gulleitt ferlíki,
sem líktist í lögun sporðlausum hvalfiski. Lava-
rede kannaðist þegar við þennan töfrabelg og
að þetta mundi vera loftskip og það í stærra
lagi.
Mantshúriskir hermenn í marglitum ein-
kennisbúningi höfðu vörð um loftbátinn; Lava-
rede hafði í svip gleymt hinum hörmulegu
kringumstæðum sínum við að athuga þetta.
En í þeim svifum var haldið yfir brúna og
þá sá hann aftökustaðinn á hækkuðum palli
til hægri handar, og stóð þar yfirböðull borg-
arinnar með þjónum sínum. Allir voru þeir í
bláum hempum með hvítum ermum, en gul-