Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 14
110 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ur sporðdreki var baldýraður á brjósti kápunn- ar; þeir stóðu hreyfingarlausir og biðu eftir nýju verkefni. Rétt hjá þeim stóð höggstokk- urinn og nokkrir kassar, sem höfuð hinna háls- höggnu voru látin falla í. Nokkur blóðug manns- höfuð lágu þegar í einum þeirra. Lavarede brá við þessa sýn, og var sem að dragi úr honum allan þrótt, svo hann skalf á beinum, og lá við að hníga til jarðar. Retta var þó eigi nema augnabliks skelfing. Rjóðernis- stærilæti hans reisti hann við og veitti honum þrek. Sú meðvitund varð ríkust í huga hans, að ef dauðann yrði eigi flúið, skyldi hann sýna öllum að hann mætti honum með frakknesku hugrekki og kvíðalaust, og hann rétti úr sér og bar höfuðið hátt, svo að þessir gulu böðl- ar sæju, hvernig Evrópumenn bera sig, er þeir stíga upp á höggstokkinn. Eftir skipan foringja fararinnar settist hann á glæpamannabekkinn uppi á pallinum og beið þess, að hringt væri til aftökuathafnarinnar. Látlaus kliður frá fjöl- menninu umhverfis suðaði fyrir eyrum hans. Alt í einu kom sérstök hreyfing á fjölmennið. Manngrúaveggurinn opnaðist á einum stað, og karlmaður og ung kona komu í gegnum hliðið, sem lokaðist á eftir þeim. Rau gengu beint til fangans. Voru þar komin ensku feð- ginin og leiddi Englendingurinn dóttur sína. Ensku feðginin höfðu lagt af stað frá Takou sama morguninn og Lavarede. Vindur var hag- stæður og seglið var því dregið upp á hjól- börunum, sem þeim var ekið á. Með því móti runnu þær langt um hraðara en við hefði mátt búast, og ökumaðurinn hljóp við fót milli börukjálkanna. Fyrsta daginn náðu þau til borgarinnar Tien-Tzir.g og hittu þar enska konsúlinn, sem tók á móti þeim tveim hönd- um, og bauð þeim til kvöldverðar. Hann var ákaflega glaður að fá þessa landa sína, til þess að vera hjá sér uin kvöldið, og en glaðari var hann þegar hann heyrði að þau væru á leiðinni til höfuðstaðarins, því þangað ætlaði þann sjálfur daginn eftir, til að horfa á loft- ferð doktors Kapers, þjóðverska loftfarans. Og þegar 'nann heytði hvaða flutningsfæri feðgin- in höfðu, var eigi við annað komandi, en að þau yfirgæfu hjólbörurnar, og ækju með hon- um í vagni hans, sem var eftir Evrópusniði og í alla staði ágætt flutningsverkfæri. Konsúllinn dró engar dulur á það við herra Murlyton, að ekki væri hættulaust fyrir ,Evrópumenn að fara til Peking þá dagana. «Kínverjar eru afturhaldsmenn fram úr lagi,» sagði hann, »og hata allar nýungar. Landi vor Hart kom fyrir nokkru upp gasframleiðslu í Peking, en hann varð að hætta við það fyrir- tæki, af því enginn vildi nota gas. Pjóðverjinn, sem nú ætlar að reyna að leiða athygli Kín- verja að notagildi loftfara, sem hægt sé að stýra, hefir einungis vakið óbeit fólksins á slíkri nýbreytni, og leynifélögin reyna að færa sér sem bezt í nyt gremjuna út af þessu, og gera alt sem tortryggilegast.» «Og það getur ef til vill orðið okkur að gagni,» sagði ungfrú Aurett. »Ef svo er þá hittist líklega vel á,» sagði konsúllinn. Herra Murlyton lét nú hjólbörumanninn vita, að hann þyrfti eigi Iengur á honum að halda eða börunum hans. Lét hinn sér það vel líka, en engu vildi hann slá af kaUpi því, sem samið hafði verið um alla leiðina, og varð því að borga honum það. Morguninn eftir sneri hann heim til sín með lausar börurnar. Um miðjan daginu mætti hann Evrópumanni fótgangandi, illa til reika og þreytulegum. Par var Bovreuil gamli kominn. Hann hafði eigi verið eins heppin og feðg- inin, því þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafði hann ekki getað fengið neinn hjólvagn til þess að flytja sig til Peking, þegar hann komst eft- ir að feðginin væru að leggja af stað þangað. Hann afréði því í ráðaleysinu að leggja af stað gangandi, þótt slíkt væri ekki neitt álit- legt fyrir aldraðan og fremur holdugan mann, því vegalengdin var um 135 kílómetrar (alt að 4 þingmannaleiðir). Fyrsta daginn þrammaði þó karlinn um 30 kflómetra og náði seint um

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.