Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 16
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
112
hafði verið þétt skipað hermannaröðum. Utan
við þann hring var alstaðar þyrping af allskon-
ar lýð, másandi og muldrandi, og virtist mann-
fjöldinn eiga von á einhverjum meiri háttar at-
burðum þennan dag. Rað leyndi sér ekki, að
eitthvað var á seiði hjá múgnum. Ymsir voru
þar með duiarfullum bendingum, og sýndu
merki sín, og hvassir hnífsoddar sáust standa
ofan undan hempum sumra, og til hermann-
anna var litið alt annað en hýrum augum.
Ungfrú Aurett tók ekki eftir neinu þessu.
Hún stefndi beint til aflökustaðarins, og hirli
eigi um hótanir og óp, sem í fyrstunni var
gert að þeim feðginum. En því var von bráð-
ar hætt, og á svipstundu gengu tvö orð mann
frá manni alt í kringum þau. Rað voru orðin
«Lien Koua*, og þessi orð hvíslaði fólkið,
þar sem þau gengu fram, og vék úr vegi fyr-
ir þeim. Ressi orð þýða sama og hvíta blómið,
enda bar nú ungfrú Auret málmblómið, sem
Kínverjinn hafði gefið henni í skipinu, á
brjósti sér, og það bar mikið á því þegar það
glansaði þar í morgunsólinni. Sem sagt, múg-
urinn gerði hlið fyrir feðginunumað hermanna-
garðinum. Pegar þangað kom, ætlaði einn dát-
inn með brugðnum brandi að verja þeim fram-
göngu, en hann rak þá augun í hvíta blómið
og lét þá jafnskjótt sverðið síga og vék úr
vegi, og sama gerðu hinir hermennirnir, sem
skipuðu varnargarðinn kringum aftökustaðinn.
Það var á þessari stundu, sem Lavarede
kom áuga á feðginin, og hann stóð þegar upp
á móti þeim. Ungfrúin gekk til hans og los-
aði hendur hans við fjalaklefann, og sagði inni-
lega:
xRér áttuð von á mér, og þér vissuð að
eg rnundi koma.»
Hann horfði um stund á hana án þess að svara,
en honum varð svo litið til herra Murlytons, og
tók eftir hinum sorgmædda svip hans, og hon-
um varð alt í einu létt um tungutakið og orð-
in streymdu af vörum hans:
«Já, eg átti von á yður, eins og hin dimma
nótt bíður dagsins og sólaruppkomunnar, eins
beið eg yðar. Og eg beið yðar af því,» svo
drö hann andan djúpt og stundi við, »já nú
þori eg að segja það, já það er skylda mín að
segja það, því dauðinn bíður mín eftir fáar
mínútur. Eg átti von á yður af því eg elska
yður.»
Ungfrúin horfði til jarðar, og blóðið hljóp
fram í hinar fölu kinnar hennar.
»Fyrirgefið», hvíslaði Lavarede, «fyrirgefið,
ungfrú Aurett, að eg skýrði yður frá þessu, og
þér, herra Murlyton, fyrirgefið bersögli mína,
og takið tillit til, að þetta er játning deyjandi
manns. Og þó eg elski dóttur yðar á dauða-
stundinni má öllum vera sama».
«Ungfrúin sagði mjög lágt: »Er það sama
hvort þér elskið mig eða ekki?« —
«Nei,» hvíslaði faðir hennar hrærður, »það
mundi hafa verið mesta hamingja dóttur minn-
ar.»
Og svo leit Lavarede aftur til ungfrúarinn-
ar, og hann heyrði hana hvíslá svo undurlágt
að hann átti bágt með að heyra það: «Eg
elska yður líka, já, eg elska yður.»
Asjóna hins dauðadæmda fanga Ijómaði
af gleði, og himnesk sæla speglaði sig í aug-
um hans. En svo kom aftur hinn þungi al-
vörusvipur yfir ásjónu hans, og hann sagði:
«En hvaða gagn hefi eg af þessu, böðullinn
er genginn til yfirforingjans til þess að taka
móti fyrirskipunum, og hann kemur og að-
skilur oss tímanlega, og eg megna eigi annað
en hrópaði eins og helsærður Mantshcuriuher-
maður: «Lifi heil hin mikla hvítablómsregla,
og hefnið mín, staðföstu og trúlyndu reglu-
bræður, og lifið heilar, elskaða ástmey!» Retta
æpti hann af öllum mætti, og vonleysið, sorg-
in, reiðin og viðkvæmnin kom fram í rödd
hans og gerði hana langtum áhrifameiri.
Óp hans heyrðist út yfir hermannagarð-
inn, og það kom hreyfing á múginn, sem tók
undir lágt og einróma: Lien-Koua, Lien-Koua,
og nöldrandi kur heyrðist í þyrpingunni, sem
næst var aftökustaðnum. Ungfrú Aurett tók ekki
eftir þessari hreyfingu, hún hafði annað að
hugsa. Hún sá að yfirböðullinn var á leiðinni
til þeirra, og vissi að nú var hver síðastur fyr-