Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Side 2

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Side 2
26 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Porbjörn byrjaði fyrsiu vessin af sálminum, og sungu þeir prestur og bóndinn undir með honum. Regar því var lokið, sneri presturinn sér fram fyrir altarinu, og mælti fyrst fram nokkur lagleg bænarorð. Að því búnu brýndi hann röddina og las upp texta úr prédikara Salómons, 9. kapítula, 12. vess, er hljóðar svo: «Jafnvel maðurinn þekkir ekki sinn tíma, heldur eins og fiskarnir festast í hinu háska- lega neti, og eins og fuglinn verður fang- inn í snörum, eins flækjast mannanna börn í hinni vondu tíð, þegar hún kemur snögg- lega yfir þau.« *F*etta er skrítinn líkræðutexti,« hugsaði eg með sjálfum mér; mér fanst hann tæpast geta átt við, nema því að eins, að hér væri ekki um líkræðu, heldur aðeins almenna hugleið- ingu að ræða, t. d. stólræðu eða annað því um líkt. Presturinn byrjaði líka eins og hann væri að byrja almenna stólræðu. Fyrst fór hann all- mörgum orðum um það, hvað heimurinn væri vondur, og hvað lífið hér á jörðunni væri ilt og hörmulegt, svart og syndum spilt, það væri enda svo, að í rauninni væri það þakkarvert fyrir hverja mannssálu, að hún hefði aldrei fæðst hér á jörðu. Petta líf 'væri í raun réttri eins og hefndargjöf handa manninum. Petta kæmi til af því, hvað mennirnir væru vondir, spiltir og saurgaðir af synd, og þess vegna gæti þeim ekki annað líthlutast en guðs reiði; enn fremur kæmi það til af því, hvað mennirnir væru heimskir og hugsunarlausir, að sjá ekki hvað til síns friðar lieyrði, og leitast ekkert við að fræðast um hið góða. Og að síðustu sagði liann það kæmi til af því, hvað þeir væru blindir; alt þeirra böl mættu þeir sjálfum sér um kenna, því að þeir gerðu úlf- alda úr mýflugunni, hvað lítið sem um væri að vera, önuðu út í syndirnar, heimskupör og auðsæ afglöp, þar sem hverjum heilvita manni ætti að vera auðsætt, hvað ætti að gera; óð- ara en djöfullinn setti upp gildruna, hlypu menn í hana, hver í kapp við annan í stað 'þess að sneiða hjá henni. Og þó væri til í heiminum ótal vegir, ótal úrræði, ótal hjálpar- meðul til þess að gera lífið að sælu, þar sem væri sönn guðhræðsla, trú og gott siðferði. En í stað þess að leita þess, fengju menn hat- ur á lífinu og heiminum, yrðu gremjufullir, trúarlausir og tortryggnir, ætluðu öllum ilt, og yrðu þannig hver öðrum til kvalar og byrði. Eg fylgdi þessari fáránlegu röksemdafærslu svo vel sem eg gat, en átti bágt með að átta mig á þannig löguðum hugsunarnring; eg fann það þegar, að hann hlaut að reka að hugs- unarskipbroti, ef feti Iengra væri farið. Eg leit sitt upp á hvern í kirkjunni, en það datt hvorki né draup af neinum, nema einn bóndinn dró ýsur, og gat eg ekki láð honum það. En hér lét presturinn staðar numið með innganginn. Hann veik nú að hinum fratnliðna, en hafði neldur lítið um æfiferil hans að segja. Líf hans hefði þannig verið fyrir manna sjónum, að öll hans ógæfa hefði stafað frá einhverju tilfinn- anlegu glapræði hans á yngri árum. En ólánið hefði ekki getað mýkt hann og seíað, eins og guð hefði ætlast til, heldur hefði það svift hann allri mannelsku, gert hann harðgeðja, kaldlyndan og þráan. Hann hefði auðsjáanlega aldrei neina lifandi veru elskað, og ekki held- ur sjálfan sig; þess vegna hefði hann ekki getað aflað sér elsku annara; hann liefði því orðið einn, og fráfælzt mennina, og leitað sér friðar og huggunar í fánýtri veraldarvizku, og í því að safna saman þeím rangfengna mann- oni, sem þó ekki kæmi honum nú að neinu haldi. Ljós trúarinnar og kristindómsins heíði honum ekki getað auðnazt að handsama, svo að ekki hefði sú huggun skinið honum við banasæng hans. Að endingu varaði hann hina fáu tilheyrendur við því, að lenda út á sömu villigötunum og þessi framliðni bróðir, bað guð líknar og miskunar fyrir hinum framliðna, og lauk svo ræðunni. Aliir, sem við voru, sátu undir ræðui ni, eins og verið væri að þylja blaðagreiu, sem ekkert kæmi þeim við. Nema Helga; hún sat og hallaðist upp að líkkistunni og grét — grét

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.