Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Side 3
ÚR BLÖÐUM JÓNS HALTA
27
sáran. Herðarnar á henni kiptust við af þung-
um ekka. En undir lok ræðunnar sá eg að
grátekkinn hvarf, það fór um hana titringur,
og höndin kreptist í klútnum, sem hún hélt
fyrir andlitinu, svo að strengdi á handarbakinu
og hnúarnir hvítnuðu. Svo sat hún eins og
steingervingur fram eftir vessinu á eftir ræð-
unni.
Ræðan hafði óþægileg áhrif á mig. Rað
var fyllilega auðheyrt á henni, að presti hafði
verið kulkalt til Jóns, en vildi þó reyna að
vera sannorður eftir föngum. En þar hafði
hann ekki annað að styðjast við en orðasveim-
inn og almenningsálitið á Jóni — alveg það
sama, og kom fram hjá kerlingunni í selinu.
Það var ekki minst einu orði á þessa rauna-
legu æfi, þar sem hann var og varð að vera
sjálfum sér og öðrum þung byrði, eða þetta
hörmulega slys, sem því olli. Nei, slysið varð
að sjálfskaparvíti, að illu glappaskoti, sem ekki
dró eftir sig annan dilk en makleg málagjöld.
Þegar vessið var búið, hófu fjórir menn
UPP kistuna, báru hana til grafar og hleyptu
henni ofan í gröfina í fjórum reiptöglum.
Presturinn jós hana moldu, grafarmennirnir
mokuðu ofan í af kappi; svo var gengið aftur
til kirkju og lokið við sálminn.
Jarðarförin var á enda.
Fólkið gekk til stofu.
Helga var hvít sem nár, þegar hún gekk
út úr kirkjunni á eftir kistunni; þegar hún kom
inn aftur, var hún orðin jöfn í andliti. Haf-
golan hafði jafnað blóðið. Þagar gengið var
úr kirkjunni, gekk hún einsömul út að Ieiðinu
aftur og horfði á það litla stund. Það var
eitthvað biturt í svipnum, en þó um leið svo
s°rgarsárt og saknaðarfult. Varirnar bærðust,
eins og hún væri að tauta eitthvað með sjálfri
ser. Svo beygði hún sig niður, hagræddi
nokkrum smáhnausum, sem henni þóttu fara
úla, brá krossmarki yfir leiðið, og reis svo
npp aftur. Svo vatt hún við höfðinn, svo að
skúfurinn hennar skauzt aftur yfir öxlina og
gekk heim.
Eg var á vaðbergi og varð á vegi hennar
hér um bil miðja vega milli kirkju og bæjar.
Rar gekk eg til hennar og heilsaði henni.
Hún tók kveðju minni og starði á mig;
angun voru döpur, og kaldir herpingsdrættir
ofan með munnvikjunum.
Eg sá hún þekti mig ekki og sagði henni
því nafn mitt og gat þess að við hefðum kynst
fyrir sunnan fyrir nokkrum árum.
»Æ, það er rétt — það var ekki von eg
þekti yður, þér hafið breyzt svo mikið,« svaraði
hún og brosti við; »gerið þér svo vel og kom-
ið þér inn.«
»Já, eg þakka yður fyrir, en mig langar til
að ná tali af yður áður en þér farið, ef eg
mætti vona, að þér leyfðuð það.«
»Já, velkomið — en eg getþað ekki strax,
eg þarf að snúast við öðru.«
Og svo gengum við bæði heim hlaðið.
Hún gekk svo inn í bæ en eg gekk til stofu.
Þar var kaffi á borðum og brennivínsflaska;
mér var boðið sæti, og þáði eg það.
«Það mun eiga að bjóða upp ruslið eftir
hann á föstudaginn,« sagði prestur og beindi
máli sína til Þorbjarnar, »er það nokkuð sem
nemur?«
«Ænei-nei; það er ofurlítið rusl af fötum,
reiðtygjagarmar, tvær kistur, kúfort, skápur og
skrifpúlt og rækalsmikið af bókarusli. Og svo
er rúmið hans, allra bezta rúm —«
«Rað á ekki að bjóða það upp,« sagði
Helga — hún var nýkomin inn í stofuna, og
farin að skenkja gestunum kaffið.
«Nú, nú, hvað ætli eigi að verða um það?«
sagði Þorbjörn, «það er þó það eina, sem of-
urlítil eign var í.«
»Það verður líklega eitthvað um það eins
og annað í erfðabréfinu hans. Það var sent
með það til sýslumannsins, og annað bréf til,
rétt eftir að hann lagðist,» svaraði Helga.
»Veit nokkur, hvað í því bréfi stendur?«
spurði prestur.
»Nei, hann hefir víst látið fullgera það,
þegar hann fór vestur fyrir hálsana í vor, því
að hann var töluvert lengur í þeirri ferð en
hann var vanur að vera,« svaraði ÞorbjÖrn.