Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Side 4
28
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
»Á hann þar nokkurt skyldfólk, eða hvern-
ig ætli það sé með hana, þessa Önnu á Foss-
um, sem hann var alt af að finna núna seinni
árin?«
»Það veit held eg enginn almennilega neitt
um það; hann tók upp á þessu strax eftir að
hún var komin að Fossum nú fyrir einum
átta árum.«
»Var aldrei grafizt neitt eftir því hjá hon-
um?«
«Rað var ekki til neins, — hann gaf aldrei
neitt út á það fremur en annað, sem hann var
spurður um hagi hans.«
»Nei, hann varaldrei mannblendinn, karlinn.«
»Nei, hann.trúði aldrei neinum fyrir neinu,
og svo hefir hann víst dáið hér útaf, að hann
hefir víst engum manni sagt- neitt til muna um
æfi sína þessi 14 ár, sem hann var hjá mér.
Eg ætlaði einusinni að veiða upp úr honum
æfisögu hans, og reyndi til að fylla hann einn
sumardag fyrsta, en það var það sama. Hann
drakk ekki meira en svo, að hann rétt lifnaði,
og þegar eg fór að fara betur i kringum þetta
sem eg ætlaði mér, þá sagði hann bara. »»Rað
er strikað yfir það fyrir löngu og kemur eng-
um við nema mér;«« með það stóð hann upp
fór inn í hús sitt, og sást ekki það sem eftir
var af deginum.*
»Skyldi hann ekki hafa átt peninga?«
«Pað held eg sjálfsagt. Reyndar gaf hann
með sér 120 krónur á ári, og það í peningum
en meira var ekki að hugsa til að fá, og hefði
þó enginn verið ofhaldinn af því að fá hálft
annað með honum, svo var mikil fyrirhöfn fyr-
ir honum í mörgu, hestalán og ferðalög og sitt
hvað annað. En það má hann eiga, að skil-
víslega borgaði hann þetta meðlag.«
«En hann hefir víst haft töluvert meiri tek-
jur en það?»
»Já hann átti svo margar jarðir einhverstað-
ar fyrir norðan, svo að að hann fekk mestu
firn af afgjöldum; miklu meira en þessu nam.
Og það hefir hann sjálfsagt lagt fyrir. Reynd-
ar eyddi hann nokkru í tóbak og bækur, en
það va ekj nærri því sem því na m.«
«Ætli Hega dóttir yðar viti ekkert um það
— talaði hann ekki helzt við hana?«
"Jú, hún var átta vetra, þegar hann kom-
og hændi hana að sér, og Iét hana stjana við
sig strax og hún gat það, og alla tíð var hann
henni góður, þó enginn annar fengi annað en
ónot úr honum. En hvað hann kann að hafa
sagt henni, veit eg ekki, en eg býst við það
hafi verið lítið. Að minsta kosti segist hún
ekkert vita — hann hafi aldrei sagt sér neitt.«
«Hann sá um sig, karlinn, það var víst, og
ekki eyddi hann í óþarfann um fram það sem
hann gat. Eg hefi enda heyrt að hann hafi
hér fyrri lánað peninga með okurrentum."
»Já, honum kom víst betur að fá rentur
af peningum sínum, ef hann fékst til að lána
nokkud, sem sjaldan skeði. Einusinni lánaði
hann mér hundrað krónur um átta vikna tíma
eða svo, og vildi hafa krónu í rentu, og gerði
eg það af því að mér lá á peningunum rétt í
svipinn, og vann það til, þó með afarkostum
væri.«
»En hvað gat honum gengið til að vera að
safna þessu, ekki voru börnin til að erfa, og
jafnsnauður er hann nú eins og aðrir í
gröfinni, karlgreyið.«
«Já en hann hafði þó altaf svarið til, ef
slíkt bar á góma: »Ef eg misti nú alveg
heilsuna, og þyrfti að gefa með mér krónu á
dag eða kannske meira, þá verður líklega ekki
of mikið til.«
»Altjend voru það þó jarðirnar.«
»Pað var nú eins og að koma við hjartað
í honum að nefna þær á nafn. Það leit helzt
út fyrir, að hann ætti þær ekki, því að það
var ekki vð nefna að þær mættu skerðast; en
hvernig á því stóð, fékk enginn að vita.«
«Skrifaði hann þá engum áður en hann dó?»
»Hann skrifaði sýslumanninum eitthvað og
eg held helzt að Helga mín hafi gert það fyr-
ir hann — að minstu kosti var hennar hönd
utan á bréfinu. En hún þóttist ekkert vita
um það, og bara liafa skrifað utan á það fy r
ir hann.«
»Og hver fór með það til sýslumanns?«