Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Síða 5
ÚR BLÖÐUM JÓNS HALTA
29
»Eg fór með það og annað bréf til sýslu-
mannsins, daginn sama, sem hann skrifaði, um
leið og eg fór í kaupstaðinn.«
^Reynduð þér þá ekki að komast fyrir það
hjá sýslumanni, hvað væri í bréfinu?«
«Eg talaði ögn í kringum það, en hann
gaf ekkert út á það,-
»Skelfing á'þetta alt að vera leyndardóms-
fult.«
»Rað liggur við það. Hann bað mig bara
Iáta sig vita sem allra fyrst, ef hann dæi, hve-
nær ætti að jarða hann, því að hann hefði á-
kveðið það, að láta skrifa upp reitur sínar hér
daginn eftir jarðarför, og setja það svo á ax-
jón næsta dag, og það verður á föstudaginn.
Reyndar trújeg hann hafi skrifsð upp sjálfur
hjá sér í vor, og sent það til sýslumanns, svo
það er þýðingallítið að gera það aftur.«
«Ætlar sýslumaður að bjóða upp sjálfur?«
«Já.«
»Gat hann ekki látið yður gera það, úr því
ekki var um meira að gera en þetta?«
»Karl hafði heimtað að sýslumaður gerði
það — og.það, að engin handfjallaði reitur
sínar nema Helga dóttir mín.»
»Svo hún á að vísa fram og segja til.»
«Já, ég skifti mér ekkért af því — bara
skrifa upp það sem mér er sýnt og sagt til.«
«Já, það er rétt — en ætl’ hann hafi ait-
af verið eins viltur í trúarbrögðunum eins og
hann var um árið, þegar eg talaði við hann?«
«Eg hefi aldrei spurt hann að því — en
Helga veit það líklega; en ekl<i ímynda eg
mér að hann hafi batnað við aldurinn.*
»Það er sjaldan vant að vera, þegar það
er orðið rótgróið.»
»Eg ræð það af því, að eg spurði hann
að því einusinni, meðan hann lá, hvort hann
vildi ekki að eg sendi til prestsins og biðja
hann að þjónusta hann.«
«Og hvernig tók hann í það?«
»Hann svo sem þagði við, en sagði svo
að þið hefðuð aldrei átt samleið, og svo mundi
vera enn, svo það mundi ekki vera til mikils.
Það væri bezt að sleppa því.«
sRað var ekki við öðru að búast af hon-
um.«
»Og nei, því alt af var skapið það sama
fram í dauðann.«
»Já það er annars sorglegt, þegar menn
misfarast svona, bæði líkamlega og andlega,
því að það eru einatt beztu mannsefnin,« sagði
prestur seinlega, horfði út í stofuþilið og stundi
við; svona menn gætu oft leitt meira ilt af sér,
en manni getur dottið í hug.«
Helga hafði hlustað steinþegjandi á þessa
samræðu; en eftir því sem lengra leið, sá eg
að smáleiftrum fór að bregða fyrir í augum
hennar. Loksins gat hún ekki orða bundizt
við seinustu orð prestsins, en tók til máls:
»Svo sem hvað skyldi Jón gamli leiða ilt
af sér, eg held helzt að —«
»Nei, júmfrú góð,« tók prestur óðara fram í,
»það er langt frá mér að vilja lagða Jón með
neinu slíku — en það er yður þó líklega
kunnugt, ekki síður en hverjum öðrum, að
hann var viltur meira en minna í trúnni.«
»Eg vissi vel til þess, að hann feldi sig
ekki við alt, sem stendur í kverinu, en alt fyr-
ir það hefi eg ekki orðið var við neinn rugl-
ing hjá honum fyrir það í trúnni; það væri
meira að segja betur, að allir væru nú eins vel
trúaðir eins og hann var, og gæti tekið dauða
sínum með eins óblandaðri von eins og hann
gerði.«
«Hann las samt trúarvillubækur og hélt upp
á þær.»
»Ef engir ætti að lesa annað en það, sem
hann veit fyrirfram að hann á að trúa — þá
væri líklega öllum óhætt.«
»Nei, verið þér nú hæg, jómfrú góð —
við skulum nú ekki taka þetta svona geyst —
en hann var víst gefinn fyrir að tala um trú-
armál á sinn hátt við hvern sem vera vildi,
og það getur orðið hættulegt fyrir fáfróða.»
- Hann átti víst ekki velferð nokkurs manns
á samvizku sinni. En eg er nú of fáfróð til
þess að ætla mér að fara út í orðakast út af
slíku efni; en ef hann hefði lifað nú og ver-
ið hérna, þá hefði hann líklega ekki orðlð