Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Side 7

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Side 7
ÚR BLÖÐUM JÓNS HALTA. 31 «Eg vona að þér megið treysta því — skólalífið hefir ekki haft nein slík áhrif á mig. Þegar almenningsálitið hefir tekið einhvern fyr- ir, og lastað hann í húð og hár og ætlað hon- um alt ilt, hefi eg ætíð haft illan grun á því, haldið að þar réði meiru misskilningur en þekk- 'ng> °g jafnvei oftast hugsunarlaus eftirhljóm- ur af annara orðum, og svo finst mér það hljóti einhvernveginn að vera með Jón heitinn og álitið á honum. «Það varð að vera,» svaraði hún ofur- þægilega, «að einhver hlyti að finna það, og það þó ókunnugur væri, að það væri ekki alt rétt, sem sagt hefir verið í dag. En því mið- ur er eg ekki svo kunnug sem skyldi. Hann hefir víst engum sagt meira en mér, en þó hefir hann ekki sagt mér sögu sína svo, sízt frá yngri árum, að eg viti neitt um hana til hlítar. Það er margt sem eg hefi enga hug- mynd um. sízt að nokkru ráði. t. d. um Önnu á Fossum. En að hún var honum eitthvað mikið venzluð eða vandabundin, — það er eg viss um, en hvernig, veit eg ekki, sízt svo, að eg vilji neinum getum að því leiða.« »Skyldi ekki finnast neitt skrifað um það eftir hann?« »Eg hefi ekkert farið yfir blöð hans eða bréf. En það á eg nú samt að gera, og geri þegar eg get. En verðið þér ekki hérna til föstudags?« «Eiginlega hefði eg nú átt að halda áfram heimleiðis. En eg er nú samt helzt að hugsa um að bíða. Mig langar til að koma á axjónina og vita hvað hann hefir átt af bókum — eg hef heyrt hann hafi átt talsvert af þeim.» »Já, hann átti talsvert af þeim, og fleiri af þeim útlendar en innlendar. Sumt af þeim hefir hann gefið mér, en flest aí þeim á að selja. Komið þér bara frameftir annað kvöld eða tímanlega á föstudagsmorguninn og skoðið þér þær. Rá skal eg um leið segja yður það lít- ið eg veit. En nú sé eg þeir ætla að fara að fara, svo eg má ekki lengur vera að tala við yður. Verið þér sælir.» Það var eins og þetta væri eini sólargeisl- inn sem skinið hafði á hug og hjarta Helgu þennan dag. Hún var miklu léttilegri og glað- legri, þegar hún skildi við mig. Eg fann að hún var ekkert hrædd við að fela mér öll leynd- armál Jóns halta og hennar, að svo miklu leyti hún hafði þau í hendi sér. Eg vissi að sönnu, að þau voru ekki mörg; en það fanst mér nú samt einhvernveginn, að það mundi standa í hennar valdi að rétta mér lykilinn að æfi Jóns halta. Eg gekk hægt heim á hlaðið aftur en hafð' augu á Helgu. Hún gekk aftur að leiðinu, beygði sig yfir það, og stóð þar litla stund. Það var eins og hún væri að biðja Jón fyrir- irgefningar á því, hvernig hefði verið talað um hann í dag, og hvernig mennirnir höfðu reynzt honum, og misskilið hann. En ef til vill hef- ir hún þó um leið sagt honum það, að það væri þó ein sál til hér viðstödd, sem skoðaði hann öðruvísi en almenningurinn, og liti mann- úðar- og umburðaraugum á hann og æfi hans. Mætti hún ekki láta þenna mann vita það sem hún vissi? Þetta fanst mér nú mundi vera. Hvort það var svo, hefi eg aldrei fengið að vita — og aldrei verulega spurt um það, — enda segist hún ekkert muna það, og það getur verið, að það sé satt. »Ferðu ekki að koma, Helga, við erum að fara,« kallaði Þorbjörn heima á hiaði; þeir voru búnir að leggja á hestana, Helga leit við, stóð enn svo sem mínútu við leiðið og kom síðan. Svo héldu þau af stað. [Framh]. Óheppilegur kaupbætir. Ungfrú X, sem þótti loðin uni lófana, sagði við undirforingja Y, sem altaf var að draga sig eftir henni. »Nú skaltu gizka á aldur ininn, og senda mér jafnmargar rósir og þér hyggið mig margra ára. Næsta morgun sendi liann biómabúð pöntun á 18 rósum, sem sendast skyldu ungfrú X. Kaupmaðurinn segir þá við afgreiðslumann sinn: »Undirforingi Y. er einn af mínum beztu viðskifta- mönnum. Látið hann fá 12 í viðbót í kaupbætir.t

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.