Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Qupperneq 8
32
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
FORLAGAGLETN I.
(Eftir H. Vild.)
[Framh.]
Fyrir sólaruppkomu næsta morgun lagði
grasafræðingurinn af stað með fylgdarmanni
sínum. Honum hafði snúist hugur með það að
reka hann frá sér, því sína gömlu rósemi og
ótortrygni hafði hann fundið aftur um morg-
uninn. Svertinginn var hinn sakleysislegasti,
og hann duldi það ágætlega, hafi hann vitað
nokkuð um það, sem þeirra fór á milli kvö'd-
ið áður, húsbónda hans og Múlattanum.
Til þess að komast hjá því að rekast aftur
á Múlattann, komst hann að þeirri niðurstöðu,
að hyggilegast mundi vera að fara hið skjót-
asta brott úr því landi, þar sem lögin væru
ónýtt pappírsgagn, og komast undir lagavernd
Bandaríkjanna.
Hann beið því ekki boðanna og hraðaði
ferð sinni norður eftir og varð því hughægra,
sem hann nálgaðist meir landamærin. Fögnuð-
ur svertingjans var og auðsær yfir því að vera
kominn á leið til heimkynna sinna í Banda-
ríkjunum, og Rjóðverjinn bað hann í hugan-
um fyrirgefningar á því að hafa tortrygt hann
um kvöldið á veitingahúsinu.
Rað voru liðnir þrír dagar frá kvöldinu
góða, þegar Rjóðverjanum hafði lent saman
við Múlattann, og doktorinn var nú kominn
norður fyrir landamærin; þá var það um kvöld,
að hann hafði sezt að í skugga undir breið-
um trjárunna og var þar niðursokkinn í að
skoða plöntur þær, sem hann hafði safnað um
daginn og lágu þar umhverfis hann. Alt í einu
heyrir hann hvin í lofti upp yfir sér, og á sömu
stundu finnur hann snöru renna um háls sér.
Hann hafði þotið á fætur, en var jafnskjótt kipt
aftur á bak með kastvaðnum, sem kastað hefði
verið yfir hann og rann nú að hálsi houum,
hann heyrði hrópað á spönsku:
«Drepið hann ekki,« og svo misti hann
meðvitundina.
Þegar hann raknaði við aftur, fann hann
að hann var bundinn á höndum og fótum.
Búið var að taka kastvaðinn af hálsi honum
og verið var að troða upp í hann ginkefli.
Hann sá nokkra svertingja í kringum sig og
tóku tveir þeirra hann eins og trédrumd og
fleygðu honum upp á axlir sér og héldu svo
af stað með hann inn í skóginn.
Alllanga leið halda svertingjarnir áfram með
þessa byrði sína, og var skógurinn sumstaðar
þéttur og rifu greinarnar stundum fangann í
andlitið. Loks sá hann bjarma bera fyrir aug-
un, og sá að komið var fram á skóglausa
sléttu, þar sem að eldar brunnu í kringum
tjöld nokkur, og var slæðingur af mönnum
kringum eldana. Regar nær dró, sá hann að
þetta voru alt svertingjar og Múlattar.
Pegar sást frá tjöldunum til sveitarinnar er
fjutti fangann, varð þar alt í uppnámi. Ressi
óþjóðalýður kom æpandi og hlaupandi til að
slást í förina með þeim er komu með fang-
ann; heyrðust þar hin ámátlegustu læti. Hunda-
gelt, barnagrátur, kvennaóp blandaðist satnan
við fagnaðarlæti svertingjanna.
Regar kom heimundir eitt tjaldið, heyrði
Walter hrópað með röddu, sem hann kann-
aðist við:
»Hafið þið hann?«.
»Já herraj« var svarað, og í sömu svipan
var fanganum varpað til jarðar hjá stóru báli,
svo nálægt, að hitinn varð þegar óþolandi, og
hann reyndi að velta sér fjær. Tryllingslegur
hlátur heyrðist kringum hann og hann sá nokkra
dökka fætur á lofti, auðsjáanlega í því skyni
að sparka honum nær bálinu. En þá heyrði
fanginn aftur þessa lágu, skerandi rödd, sem
hann hafði áður heyrt, og þá stóðu allir hreyf-
ingarlausir. Hann leit upp og sá þá hinn risa-
vaxna Melazzo standa yfir sér og stara á sig
þessum grimmu, köldu augum.
«Petró,» hrópaði Múlattinn, og ungur Ind-