Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Side 10

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Side 10
34 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. •<Nú hafið þér komizt að raun um, að eg hefi staðið við orð mín, og náð aftur fundi yðar.f Regar fanginn svaraði þessu engu, sagði hann ennfremur: »Eruð þér mállaus, eða hafið þér engar óskir fram að bera?« »Hvað ætti eg að segja?« svaraði fanginn. »Rér hafið framið á mér ofbeldisverk og þannig náð fundi mínum, en til hvers? »Fyrii breytni yður við mig mun samvizka yðar seint eða snemma krefja yður til reikningsskapar.« Múlattinn ypti öxlum kæringarleysislega og sagði: »Til hvers eg hefi látið ná yður til fundar við mig, hefi eg áður sagt yður.« »Eg hefi eigi njósnað um ferðir ykkar fé- laga eða svikið ykkur.« »Eg veit það.« »Og þó farið þér með mig eins og hættu- legan glæpamann.« »Getið þér sannfært menn mína um að þér séuð saklaus?« »Ekki eg, en þér getið það. Segið mönn- um þessum sannleikann, þeir munu trúa yður.« »Með rökum verður eigi ofsi fjöldans bæld- ur. Einungis hið sadda tígrisdýr hlýðir tamn- ingamanninum. Hið hungraða ræður enginn við.» »Og þetta finst yður réttlæti?« »Hvað varðar mig um réttlæti, eða er stjórn náttúrunnar bygð á réttlæti? Regar hvirfilbyl- urinn brýtur pálmann, er það þá réttlæti, sem þverbrýtur stofn hans?« «Nei, en þér vitið að ég er saklaus.» »Það er hjörturinn líka, og þó hitta hann kúlur veiðitnannsins.« Svo þagði hann um stund í þungum hugsunum, sagði síðan alvarlegur: sRar sem svo margir sekir komast hjá hegn- ingu, er eigi að fást um það, þótt gert sé út af við einstaka sakleysingja. Hugsið um alla þá veslinga af svarta kynþættinum, sem hrifs- aðir hafa verið frá heimkynnum sínum af hin- um hvíta kynþætti, sem þér eruð af, og síðan hafa lifað og dáið undir þrældóms- og kvalaoki og margir pínast til dauða. Rér ættuð því eigi að mögla yfir hlutskifti yðar, að verða nú að deyja, sem þér eflaust verðið, nema eg frelsi yður, en það geri eg einungis með ákveðnu skilyrði, sem er það, að þér giftist stúlku þeirri, sem eg hefi ákveðið að verði konan yðar. »Aldrei,« hrópaði Walter örvilnaður. »Rér verðið annaðhvort að giftast henni eða þér með morgni hangið dauður í einu af trjánum hér í grend; vægari dauðdaga get eg eigi veitt yður.« «í guðs bænum þá,« sagði Rjóðverjinn í vonleysisæsingu, »fyrst þér ætlið að myrða mig, þá gerið það fljótt.« »H!ustið á mig: stúlkan er fögur, auðug, hefir fengið gott uppeldi og er af góðu fólki komin. Fjöldi manna mundi öfunda yður af slíkri konu. Hún er líka í ætt við mig,« bætti hann við drýgindalega. Slík frændsemi var síður en svo meðmæli hjá Walter, en hann þagði um það og spurði: «Rví giftist þér henni þá ekki sjálfur, fyrst hún er slíkur kvenkostur?« Kpað hafði eg ásett mér, en hún vildi mig ekki, og hún hefir í fylstu alvöru sagt mér, að ef eg svo mikið sem minnist í það við hana að giftast mér, mundi hún umsvifalaust ráða sér bana. Og hún er nógu einbeitt til þess að framkvæma hótanir sínar,« sagði hann með gremju. »Eg hætti því við að hugsa um ráðahag við hana óg hefi gift mig annari. Nú er ráð fyrir yður að fylgja dæmi mínu og taka þann kostinn að gifta yður. Tíminn er stuttur og þér ættuð að ákveða yður umsvifalaust.« «Guð minn góður,« sagði Walter, »Mérer ómögulegt að gifta mig. Eg get ekki gert að því, að eg hefi andstygð á hjónabandi og köfl- un mín og staða----------.« »Jæja, þér hljótið sjálfur bezt að vita, hvort þér heldur viljlð verða hengdur,» sagði Mú- lattinn kuldalega. »Munið eftir, að þér eruð nú staddur innan landamæra Bandaríkjamia, og að Grant hers- höfðingi, sem þér viljið veita lið, mun eigi

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.