Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Qupperneq 23

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Qupperneq 23
Þættir 47 um öðrum mönnum 1517. Yfirdómarinn og allir beztu menn nýlendunnar báðu honum lífs, en þess var enginn kostur. Þá var Balbóa fer- tugur að aldri, D’Avila rak smiðshöggið á þetta níðingsverk með því að sitja hjá og hlusta á Balbóa sanna sakleysi sitt með dýrum eið- um, og horfa á blóðathæfi böðulsins. d’Avila gerði fá önnur afreksvek en þetta. Nokkur fylki voru tengd við nýlenduna og maður einn, Espinósa að nafni, ef mann skyldi kalla, fór með 300 manns kringum Panama flóann og drap landsbúa niður unnvörpum, hvar sem hann hitti þá; mátti rekja slóð hans hvar sem hann fór eftir blóði og dauðra manna búkum. Er fullyrt að hann hafi drepið um 40 þúsundir manna í þeirri ferð. Pedrarias d’A- vila var ’16 ár landstjóri í þessum löndum og beitti ofbeldi og grimd við Indiana, enda var sagt, að alls hafi 2 miljónir af þeim týnt töl- unni fyrir aðgerðir hans og undirmanna hans. [Framh.] Bókmentir. Skovgaard-Petersen heitir prestur einn í Dan- niörku, og hefir hann nú þegar um allmörg ár aflað sér álits fyrir ýms góð og kristi- leg rit, sem hann hefir gefið út, einkum handa unglingum. Fyrir nokkrum árum var þýdd og gefin úl á íslenzku eftir hann bók, sem nefnist ‘Þýðing trúarinnar, einkum fyrir þá, sem vilja komast áfram í heiminum«; þessa bók las eg þá með mikilli ánægju, því að ráð hans og leiðbeiningar virtust spretta bæði frá mikilli mannþekkingu og miklum mannkærleika. Nú 1 haust var gefin út eftir hann bók, er hann nefnir »Bók œskunnar« í íslenzkri þýðingu ehir Jón Þórarinsson fræðslumálastjóra. Bók þessi á að vera vitaturn æskumannsins, til þess að vernda hann frá hrösun og falli, bæði í trúarefnum og siðferðisefnum. Ráða vildi eg sem flestum ungra manna til þess að lesa bók þessa, ekki að hlaupa yfir hana eins og róman heldur lesa hana, lesa hana inn í hug sinn og hjarta, og samþýða sér alt það bezta, sem sem hún hefir til að bera. Og það er margt. Sumir kunna nú að halda, að hún sé leiðin- leg af því að hún er kristilegs efnis; það er eins og sumir haldi, að það geti ekki öðruvísi verið. En það er síður en svo. Hún er fjör- ug og líflega rituð og alt af innan um smá- sögur og kaflar úr sögum merkra manna til sönnunar máli höfundarins. Pessi bók ætti að vera handbók ungmennafélaganna; hún fer að svo miklu leyti í sömu átt eins og þau vilja fara — að mér hefir skilist, nema hvað hún lætur alla pólitík og alla löggjöf afskiftalausa. En það er líka annað, sem stendur hálfþrosk- uðum unglingum nær en það — og hún fjall- ar einmitt um það, sem stendur unglingnum næst á vegamótunum á milli bernsku eða æsku og fullorðisára. Eg vil mæla sem bezt með bókinni, og tel hana einkar hentuga gjafabók; málið á henni er víðast hvar gott; þó kann eg ekki við »lukkulegur» og »ólukkulegur» — finst vera æði ramt dönskubragð aö því, og svo er um einstöku fleiri smáatriði. Pað er einkar fátítt, að útlend skáld taki sér íslenzkt efni til meðferðarí skáldskap, nema þá helzt úr fcrnöldinni, og hefir það að jafn- aði tekist heldur misjafnlega, sem von er til. Pað þarf meira en meðalmann til þess að lifa sig inn í þann aldaranda, sem fornsögur vorar lýsa að ekki verði meira eða minna nýtízku- bragð að persónunum og framsetningunni. Meira að segja við íslendingar verðum að þaullesa sögurnar til þess að átta okkur á öllu í þeim og samþýða okkur tíðarandann. Og sem dæmi þess, hvað það getur brugð- izt má aðeins nefna til Eldingu Torfhildar Hólm. Úr nútíðarlífi íslendinga man eg ekki að eg hefi séð annað, sem aðkveður, en Glai- aða soninn, (The Prodigal Son) eftir Hall Caine hinn enska, og getur hver hælt þeirri sögu sem vill fyrir það að hún sé vel rituð, en öllu gapalega vitlausari lýsingu á íslenzku þjóðlíf

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.