Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Side 24
48
NYJAR kvöldvökur.
getur ekki. En maðurinn er frægur rithöfund-
ur og sögunni hefir verið snúið á ýms mál þar
á meðal á dönsku, og hælt á hvert reipi og
rúað sem nýju neti. En við það verður nú
að sitja. Mig minnir enda að henni væri hælt
í ísiensku tímariti — og má þá vægast svo
segja að hákallinn sé ekki hörundsár, og ekki
heldur Islendingar um sóma sinn.
Nú er nýlega útkomið annað rit á dönsku
eftir danska skáldkonu, sem heitir Thit Jensen:
Sagn og Syner (Sagnir og sýnir, Kh. 1909
153 bl.). I kveri þessu eru 10 sögur, allar
meira og minna bygðar á þjóðtrú og þjóð-
sögnum vorum, og munu Iesendur kannast
við sumar þeirra að meira eða minna leyti.
Sögur þessar eru sagðar í hinum strang-
asta nýtízkustíl að formi og frágangi, einna
líkast listastíl þeim, sem hinir yngri höfundar
vorir eru nú sem óðast að stæla og taka til
láns frá Dönum og Norðmönnum og láta prenta
í tímaritum voruin. En þó að íslenzkan þoli
hann illa, sem von er til — henni fer aldrei
vel að ganga í dönskum lánskjólum, faldurinn
og peisufötin fara henni bezt — þá verður
ekki annað sagt en hann fari vel í höndum
Thit Jenseu, því að hún fer listilega með efn-
ið í þeim stíl. En eitthvað verður það hjákát-
legt að sjá íslenzkar álfa- og draugasögur sagð-
ar í dönskum nýtízkustíl. Rjóðsögur vorar eru
ætíð sagðar í sögustíl, engu ofaukið og ekkert
látið til vanta, en gerir söguna Ijósa og glöggva
um leið og hún líður fram með þungum
straumi til enda. En hjá dönsku jómfrúnni
verður þetta alt að orðamálverki, svo að hún
þarf heila blaðsíðu undir það, sem við segjum
í heilli línu. Retta er nú ærið nóg til þess að
gera sögurnar ólystugar fyrir okkur Islendinga.
En hún hefir ekki ætlað að rita fyrir okkur,
heldur fyrir Dani og þær útlendu jajóðir, sem
ekki kunna orðið við annað en þenna ritstíl.
Rað er því ekki hægt að finna að þessu við
hana. Þjóðtrúna sjálfa hefir hún gert sitt til
að reyna að skilja og það hefir henni tekist
furðanlega. Það er ekki meiri misskilningur
á því en búast mátti við. Svipir og vofur birt-
ast þar alveg á íslenzku að kalla má, og margt
hefir hún séð og skilið nokkurnveginn rétt í
íslenskum háttum. Hún hefir líka verið hér á
landi heilt ár og gert sitt til þess að skilja
þjóðina. En sumt er samt í kveriru, sem tæp-
lega nær tiokkurri átt.
Fyrsta sagan heitir Sigriöur og fer fram í
og við Reykjavík jarðskjálftaárið. Eg get ekki
séð að neitt sé íslenzkt í þeirri sögu nema
nafnið og staðurinn; hitt er all danskt —nema því
að eins að Reykjavikurkvenfólkið sé alt orðið
ram útlenzkt í húð og hár, en því trúi eg
ekki. Draugurinn á biskupsseirinu fer fram
í Skálholtskirkju. Smiður er þar við ljóstýru
að smíðum út í kirkju, enda þótt kirkjur séu
sjaldan hafðar fyrir smíðaverkstæði hér á landi.
En svo fer Jón biskup Arason að ganga aftur
þar í kirkjunni og flæmir smiðinn út. Jóti
biskup Arason er nú ekki jarðaður þar, þó
hún segi svo, en svo liggur henni orð til hans
að hann hafi orðið »þrjóskur .hundur drottins
sem hafi flækst hauslaits út úr heiminum af
því að hann var hálshöggvinn fyrir uppniaup
á móti Dönunt» (bls. 44), og svo hefir hann
engan frið í gröfinni fyrir þetta. Ojæja, nátt-
úrlega. Á sömu bls. eru allir biskuparnir
grafnir innan kirkju, og hlerar yfir legsteinun-
um í kirkjugólfittu, og mun það líkl. vera svo;
en á bls. 103 eru allir biskupalegsteinarnir í
molum og brotum á víð og dreif út um all-
an kirkjugarðinn, þegar sagan gerist, og er
svo raðað inn í kirkjuna seinna.
I sögunni »Móðurhugur,« deyr kona af barns-
förum, og er borin fram að kvöldi til. Mað-
ur hennar er ekki heima — hann er á fiski-
skipi, en er einmitt að koma á höfnina þetta
kvöld urn vorið, og heldur undireins heim og
kemur seint heim, og fréttir þá hvernig komið
er. Hann fer nú samt að sofa, en vcrður ekki
svefnsamt, því að þetta sama kvöld höfðu 13
af mönnum hans druknað þar á höfninni (all-
ir kannast við þá sögu); og svo var konumiss-
irinn. Alt í einu sér hann konu sína standa í
dyrunum, stara á sig og ar.dvarpa við. Hon-
um verður svo felmt við, að hann missir all-
að þrótt og líður svo löng stund; en svo fór
hann um morguninn — fyrri þorði hann það
ekki — út í hlöðu til þess að gæta að, livort
konan væri dauð. En er hann kemur þangað,
sér hann að hún hefir vaknað af dái um nótt-
ina, alið barnið og tekið það í fang sér, og
svo ekki megnað meira, en dáið. Og hún var
þar gaddfrosin á líkbörunum. Fyr má nú vera
vorkuldi á Íslandi en þetta!
Ef til vill kann eg að snara einhverri af
sögum hennar seinna og setja hana í Kvv. til
þess að gefa íslendingum á að líta, hvernig
þjóðsögunum þeirra og þjóðtrúnni fer danski
kjóllinn. J. J.
Prergsmiðja Björns Jónssonar 191).