Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Page 14

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Page 14
134 NYJAR KV0LDVÖKUR. hélt hann á löngu, tvíeggjuðu spjóti. Hann grun- aði ekki neitt, en starði með stórum, bláum, dreymandi augum upp í tunglið og söng serk- nesk ástaljóð með viðkvæmri, fallegri og hreim- mikilli röddu. Spánverjarnir riðu í veg fyrir hann og öftr- uðu honum að komast leiðar sinnar, en vildu þó ekki ráðast að honum á fyrra bragði, því maðurinn var ekki árennilegur. En í svo ójöfn- um leik hlaut hann auðvitað að bera Iægri hlut. Serkinn tók til orða: »Séuð þið heiðar- legir riddarar og viljið hljóta sanna frægð, þá komið einn í einu, og mun eg þá ósmeikur mæta ykkur hverjum á fætur öðrum. En ef þið eruð ræningjar, sem væntið herfangs, þá kom- ið allir í einu og sýnið bleyðiskap ykkar og og níðingshátt!« Spánverjarnir réðu ráðum sínum í nokkra stund. Síðan reið einn þeirra fram og mælti: »Jafnvel þó engin riddaralög bjóði oss að eiga á hættu með að missa herfang það, sem er á voru valdi, viljum vér þó gjarnan sýna þá kurteisi, er við með fullum rétti gætum neitað. Hrausti Serki, ver þú þig!« Um Ieið og hann sagði þetta, sneri hann hesti sínum við, staðnæmdist í hæfilegri fjar- lægð, keyrði hestinn sporum og þeysti móti ókunna manninum. Þeir mættust á miðri leið. Okunni riddarinn lagði spjóti sínu til mótstöðu- manns síns, hóf hann úr söðlinum og varpaði honum til jarðar. Sömu leið fór annar og þriðji. Reim var varpað til iarðar sundurflakandi í sár- um. En er þeir tveir sem eftir voru, sáu ófarir félaga sinna, gleymdu þeir kurteisissamningn- um og lögðu báðir til ókunna riddarans í senn. Annað lagið gat hann borið af sér, en særð- ist af hinu í lærinu og misti þá spjótið. Þá lét hann sem hann flýði; hinir eltu rtokkurn spöl En þá gerði hann skyndilega viðbragð. Sneri við í einni svipan með slíku snarræði og lip- urð, sem auðkendi serknesku riddarana. Hann reið rétt fram hjá hinum, varp sér úr söðlin- um, greip spjót sitt og komst á bak aítur; sneri síðan hestinum við og var nú reiðubúinn að leggja til orustu að nýju. Þetta gerðist með svo skjótri svipan, að Spánverjarnir gátu ekkert að gert. Og er þeir sáu hann þeysa á móti sér aftur með alvæpi, setti annar hornið á munn sér og þeytti það af öllum kröftum. Landsstjórinn kom þá von bráðar með menn sína. Narvaez varð injög forviða, er hann sá þrjá af mönnum sínum liggja fallna og tvo í grim- asta bardaga við Serkjann. Hann óskaði að hafa komið fyr, svo hann hefði getað fengið að reyna sig við þennan hrausta riddara. Hann skipaði mönnum sínum að hætta, og bauð Serkjanum með kurteisum orðum að eiga jafn- ari leik. Serkinn lét sér það vel líka, og síðan hófu þeir atlöguna. Lengi gekk svo, að ekki mátti í milli sjá hver sigra mundi. Spánverjinn átti fult í fangi með að verjast höggum og lög- um mótstöðumanns síns; var hann þó hraust- ur vel og vanur vopnaburði og öðrum ridd- araíþróttum. En Serkinn var aðframkominn eftir bardagann og blóðmissinn; sat því ekki eins fast í söðli og áður og hafði ekki eins gott vald á að stjórna hesti sínum og áður. En nú skyldi til skarar skríða. Og er Serkinn gerði hina síðustu atrennu, hóf hann sig í söðlinum og lagði spjótinu með heljarafli til mótstöðumanns síns. Lagið kom á skjöld Spánverjans, en um leið kom hann lagi á Serkjann og særði hann sár mikið á hægra handlegg. Síóan reið Narvaez fast að Serkjan- um, greip um mittið á honum, dró hann úr söðlinum og varpaði sér af baki með hann í fanginu. Nú tókust þeir á og þreyttu fang af miklu kappi. En sökum þess, að Serkinn var mjög að þrotum kominn, þá endaði leik- urinn svo, að hann hné til jarðar. Narvaez setti hnéð fyrir brjóst honum og reiddi til lags stóran morðhníf og hrópaði: »Riddari, gefstu upp, líf þitt er á mínu valdi! •< Serkinn svaraði afarrólegur: »Heldur vil eg deyja en missa frelsi mitt. Eg óttast ekki dauða minn. Dreptu mig, ef þér svo sýnist.« Þegar Narvaez sá að Serkinn brá sér hvergi, dáðist hann að hugrekki hans og hreysti,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.