Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Page 17
ABENDARAEZ.
137
aði, að hún skyldi giftast mér á laun. Þegar
vfgslunni var Iokið, skyldum við. H;ín lofaði að
láta mig vita, ef faðir sinn færi að 'heiman frá
Coyn; skyldi eg þá koma á fund hennar.
»Daginn eftir sá eg landsstjórann leggja af
stað með alla fjölskyldu sína frá Cartoma. Mig
vildi hann ekki sjá, og ekki fékk eg að kveðja
Zarisu.
»Sorgin ætlaði að buga mig er hún var far-
in. Helzt fanst mér það fróun að vitja staða
þeirra, sem henni hafði þótt vænst um og hún
hafði lengstum dvalið á. Eg starði upp í glugg-
ann, þar sem eg svo oft hafði litið hana. Eg
gekk um herbergin, sem hún hafði búið í, og
og nam oft staðar í svefnherbergi hennar. Jas-
min-laufskálann heimsótti eg oft og dvaldi löng-
um við gosbrunninn, sem henni hafði þótt svo
undurvænt um. Alt þetta minti mig á hana,
sem eg unni. Atvikin stóðu mér Ijós fyrir hug-
skotssjónum og í huga mínum risu upp sælar
endurminningar horfinna daga.
»Loks kom dyggur þjónn með bréf frá Zarisu.
Þar gat hún þess að faðir sinn legði af stað til
Granada þá um daginn, og yrði nokkra daga
á því ferðalagi. Hún bað mig að bregða þeg-
ar við og koma til Coyn. Hún sagði mér frá
leynidyrum, sem eg skyldi koma til og gefa
þá sérstakt merki; mundi þá brátt verða opnað.
Ef þú hefir nokkru sinni verið ástfanginn,
hrausti riddari, þá getur þú gert þér í hugar-
lund, hve frá mér numinn eg varð. Eg bjóst
því hið bráðasta til burtferðar, fór í skrautleg-
an riddarabúning og lagði af stað er rökkva
tók. Vopn mín hafði eg öll og hertygi, ef vera
kynni, að eg Ienti í óvinahöndum. Meira þarf
eg ekki að segja, því þú veizt, hvað á daga
mína hefur drifið síðan. Nú er eg sigraður og
særður fangi hér í Allóra, í stað þess' að vera
sæll í örmum ástmeyjár minnar í Coyn. Tími
sá er nú brátt útrunninn, sem faðir Zarisu
skyldi vera að heiman. Innan þriggja daga
kemur hann heim og þá verður okkur Zarisu
ekki auðið að ná saman. Finst þér því ekki
að eg hafi ástæðu til að vera sorgbitinn og
óþreyja mfn vera fyrirgefanleg?*
Don Rodrigó komst við affrásögu þessari,
því þótt hann væri vanari blóðugum hildarleik
en ástaæfintýrum, var hann í sínu insta eðli
góðhjartaður og drenglundaður maður.
»Abendaraez,« sagði hann; »það var ekki
af forvitni, að eg fékk þig til að trúa mér fyrir
leyndarmáli þfnu, Mér fellur það mjög illa, að
þú skyldir lenda í klóm okkar og ekki ná fundi
ástmeyjar þinnar. Ef þú Iofar mér sem sannur
riddari, að innan þriggja daga skulir þú koma
aftur til kastala míns sem fangi minn, mun eg
leyfa þér að fara til Coyn og finna heitmey þína.
Abendaraez varð frá sér numinn af fögnuði og
ætlaði að varpa sér fyrir fætur Don Rodrigó,
en Rodrigó aftraði því, tók í hönd hans, kall-
aði á riddara sína og sagði svo þeir heyrðu:
«Abendaraez, þú Iofar því og leggur við dreng-
skap þinn sem sannur riddari að koma aftur
til baka til kastalans Allóra og ganga á mitt
vald sem fangi?* Abendaraez svaraði: »Pvílofa
eg hátíðlega.«
Don Rodrigó hélt áfram og mælti. . »Far
heill, ungi vinur, og hamingjan fylgi þér. Ef
þú þarfnast, er eg og menn mínir reiðubúnir
til að fylgja þér og vernda þig.«
Abendaraez kysti á hönd Don Rodrigós,
þakkaði honum innilega og mælti: »Fá mér
aðeins hest minn og hertygi, og mun eg þá
eigi þurfa aðra fylgd, því ólíklegt er að jafn-
hraustir óvinir verði á vegi mínum og þú.»
Farið var að rökkva, og langir skuggar teygðu
sig yfir sléttuna, þegar hófadynur heyrðist á
vindubrúnni og Abendaraez hleypti hinum stál-
gráa gæðingi eftir veginum, er lá til Coyn.
Hann reið hægt og gætilega meðfram hinum
þöglu og köldu múrum. Loks kom hann auga
á dyrnar, sem Zarisa hafði getið um. Hann
nam staðar og litaðist um, til þess að fullvissa
sig um, að enginn sæi hann. Síðan barði hann
á dyrnar með sverði sínu. Að lítilli stundu lið-
inni opnuðust dyrnar og þjónustustúlka Zarisu
gægðist hrædd út. En það glaðnaði yfir henni
er hún þekti manninn. »Ó, herra! Hvar hafið
þér verið allan þennan tíma,« sagði hún. »Á
hverri nóttu höfum við búist við yður, og nú
18