Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Qupperneq 18

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Qupperneq 18
138 NYJAR KV0LDVÖKUR. er húsmóðir mín ekki mönnum sinnandi fyrir sorg og óvissu.« Abendaraez spenti af sér vopnum sínum og skildi þau eftir og gekk síðan hljóðlega á eftir stúlkunni upp hinn krókótta stiga, sem lá upp í herbergi Zarísu. Ekki er hægt með orðum að lýsa fögnuði þeim og alsælu, sem fylti hjörtu hinna ungu elskenda, er þau fund- ust aftur. Tíminn leið óðfluga, án þess þau tækju nokkuð eftir, og Abendaraez hafði ná- lega gleymt heiti sínu við Don Rodrigó. Regar hann mintist þess var sem hnífur væri rekinn í gegn um hatin. Hinir sælu draumar hans voru á enda og skilnaðarstundin nærri komin. Zarisa sá að eitthvað var um að vera. En þegar hún fékk að heyra orsökina glaðnaði yfir henni. »Vertu hughraustur,« sagði hún og lagði hina mjúku arma um háls honum. »Eg hefi lykil- inn að fjársjóðaherbergi föður míns; sendu lausnargjald til Allóra og vertu svo hér hjá mér.« »Nei, það get eg ekki,« svaraði hann, »eg hef lofað því upp á trú og æru að koma aftur, og sem sannur riddari, hlýt eg að efna það. svo taka örlögin við.« »Rá fer eg með þér,« mælti Zarisa. »Aldrei skalt þú fara þangað sem fangi, meðan eg er frjáls.« Abendaraez varð frá sér numinn af fögn- uði, því þetta sýndi bezt, hve falslaus og hrein ást hennar var. Niðurstaðan var því sú, að Zarisa færi með honum til Allóra. í dögun lögðu þau af stað og námu hvergi staðar fyr en þau komu til Allóra. Þau gengu inn í kastalann, og Abendaraez leiddi brúði sína fram fyrir Don Rodrigo og ávarpaði hann á þessa leið: »Nú gefst þér á að líta, göfugi landsstjóri, hvernig maður af ættinni Abencerraga efnir orð sín. Eg hét þér að koma aftur, en nú færi eg þér tvo fanga fyrir einn. Líttu nú á Zarisu og dæmdu svo um, hvort eg hafi ekki haft ástæðu til að syrgja missi slíks dýrmætis. Taktu við okkur báðum, því lífi mínu og beiðri hennar álít eg bezt borgið í þínum höndum.« Don Rodrigo dáðist að fegurð Zarisu og göfuglyndi Serkjanna. Don Rodrigó mælti: »Ekki veit eg hvort ykkar tekur hinu fram, en það veit eg, að mér er það mikill heiður að hafa ykkur hér í kastala mínum. Vil eg að þið skoðið ykkur sem heima, þá stund er þið dveljið hér.« Fjóra daga dvöldu þau Abenaraez og Zarisa í Allóra og lifðu þar í góðu gengi. Don Rodri- gó sýndi þeim alla þá vináttu og sóma, er hon- um var framast unt, og var þeim sem bezti bróðir og vinur. Hann reit til konungs Serkja í Granada og sagði honum alla málavöxtu; hann lofaði mjög hreysti og dygð Abendaraezar og fór fram á að konungur náðaði hann. Konungi þótti mikið til koma um aðgerð- ir Don Rodrigós, og þótti vænt um að hafa nokkur kynni af svo hraustum og ágætum óvini. F*ví þótt Don Rodrgó hefði oft gert honum skaða mikinn, þá dáðist hann að* hreysti hans og hugrekki. Konungur lét kalla fyrir sig yfir- manninn í Coyn og lofaði honum að lesa bréfið. Ymist setti hann dreyrrauðan, eða hann varð bleikur sem nár, meðan hann las bréfið. »Still reiði þína,« mælti konungur. »Alt, sem í mínu valdi stendur geri eg fyrir Don Rodrigó í Allóra. Far þú til Allóra, tak börn þín í sátt við þig ög farðu svo með þau heim til þín. Eg mun vernda og varðveita þennan afspring ættarinnar Abencerraga og vera ykkur ölluin hlyntur. Gamla manninum rann þá óðara reiðin. Hann brá þegar við og skundaði til Allóra, tók Abendaraes og Zarisu í sátt við sig og sýndi þeim allan sóma. Rodrigo létfanga sinn lausan án lausnargjalds, en áskildi sér vináttu hans að launum. Hann fylgdi ungu hjónunum til Coyn með fríðu föruneyti, og þar var svo stofnað til hátíðlegrar brúðkaupsveizlu með mikilli viðhöfn og dýrð. Regar veizlunni var lokið, fór hver heim til sín. Margir voru leiddir út með sæmilegum gjöfum, þar á meðal Don Rcdrigó. Skömmu síðar kom gamli maðurinn að máli við ungu hjónin og mælti: »Allar eigur

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.