Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Síða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Síða 19
JEAN JAQUES ROUSSEAU. 133 mínar fæ eg ykkur fil forráða. En það fyrsta ráð, sem eg gef ykkur, er foað að gleyma aldrei lausnargjaldinu, sem þið skuldið Don Rodri- gó. Houum eigið þið mikið upp að inna, og aldrei getið þið endurgoldið honum sem vert er göfuglyndi hans ogalla þá mannúð, er hann hefur sýnt ykkur. Sýna verðið þið honum ein- læga vináttu, því þótt hann sé annarar þjóðar og trúar, verðskuldar hann hana í fylsta mæli.« Abendaraez þakkaði honum innilega fyrir ráðleggingu hans, sem kom og alveg heim við það, er hann hafði hugsað sér sjálfur. Abendaraes tók dýrmætt skrín eitt, er hann átti, og fylti það með gulli og var það lagleg og höfðingleg sending. Rar að auki tók hann sex ágæta hesta, er hann átti sjálfur; voru það stríðaldir gæðingar og eigulegir gripir. Enn fremur sex skildi og spjót, hvorttveggja greypt gulli og gersemum, og þóttu það gripir hinir beztu. Zarisa reit honum bréf og vottaði hon- um með velvöldum orðum þakklæti sitt og vin- áttu. Með bréfinu fylgdi eski eitt Iítið, smíðað með miklum hagleik úr sypresviði. í því var gripur einn dýrmætur, er vera skyldi til minn- ingar um Zarisu. Alt þetta var sent til Don Rodrigó de Narvaez. Hann varði gjöfunum á einkennilegan hátt. Hestana og hertygin gaf hann riddurum þeim, sem áður er um getið, og tóku þáttí bardag- anum við Abendaraez. Sypruseskið hlaut hann sjálfur og geymdi til minningar um Zarisu. En fjársjóð þann, er honum var sendur seni lausn- argjald sendi hann Zarísu aftur og skyldi það vera brúðargjöf hernar. Retta jók stórum álit Don Rodrigós hjá Serkjum. Reir álitu hann fyrirmynd riddara- skaparins; og upp frá þessu höfðu þeir mikil kynni hver af öðrum, og áttu mikið saman að sælda, og fór vel á með þeim. Endir. Jean Jaques Rousseau. Rousseau (frbí Rússó) var sá maður, er mest áhrif hafði allra þeirra manna, er bækur rituðu á Frakklandi á 18. öld, enda eru venjulega rakin til hans að mörgu leyti tildrögin til bylt- ingar þeirrar hinnar miklu, er gerðist þar í landi á hinum síðasta áratug aldarinnar. Af því að lítið mun hafa verið um hann ritað á íslenzku,*) skal hans hér getið aðeins í fám orðum, því að nú, 28. júní, eru rétt 200 ár síðan hann var fæddur, og verður þess viðburðar vatalaust getið með fjölda ritgerða og blaðagreina um allan heim. Rousseau fæddist í Genf á Svisslandi og var faðir hans fátækur úrsmiður. Hann var alinn upp í trú prótestanta, misti móður sína ungur, og fékk ekki gott uppeldi. Hann hljóp burt frá kennara sínum sem átti að kenna honum að grafa rósir á málm, þegar haun var fimtán vetra. Lenti hann þá í höndum Jesúíta hjá ekkju einni, er Warrens hét, og gat hún fengið hann til þess að taka katólska trú. Mjög var fræðsla hans af skornum skamti, en alt las hannj sem hann náði í, og flæktist víða; var ýmist þjónn eða söngkennari eða hvað sem verða vildi til tví- *) Hans er minst í Þjóðmenningars. Norðurálfunnar bls. 258—260, og Melsteds Nýju sögu 11. bls. 7. 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.