Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Side 20
140
NÝJAR KV0LDVÖKUR.
tugsaldurs. Rá hvarf bann heim aftur til frú
Warrens, og lifðu þau þá saman eins og hjón
um nokkur ár. Síðan fór hann til Parísar 1741
og komst þá að ýmsum störfum, en varð ekki
við neitt fastur, en mikið var tekið eftir þess-
um einkennilega mamii, sem var ólíkur öllum
öðrum í skoðunum, og lét ótæpt fjúka þegar
honum sýndist. Árið 1751 setti háskólinn í
Dijon fram þessa verðlaunaspurningu: »Hefur
endurvöknun vísindanna og listanna stutt að
því að efla siðgæðið?« Rousseau svaraði spurn-
ingunni með slíkri snild, að hann var á svip-
stundu orðinn frægasti rithöfundur þjóðarinnar,
og var þó svarið þvert á móti því, sem allir
bjuggust við að mundi verða. Hann lætur þar
vöndinn leika vægðarlaust um öll hin ósiðlátu
og óguðlegu rit, sem þá voru mest í tízku, og
jós gremju sinni yfir allar bókmentirnar og alla
mentun aldarinnar, eins og sökin lægi í ment-
uninni, hvernig lífið var í Frakklandi í þá daga.
Háskólinn setti nú fram aðra spurningu, sem
var eins og upplögð til þess að ýta betur undir
Rousseau: «Hver er uppruninn til ójafnaðarins
meðal mannanna, eða byggist hann á nokkru
náttúrulögmáli?« Rousseau svaraði þegar (1753),
réðst þar á alla þjóðfélagsskipunina í heild sinni,
og var ekki mjúkur í máli við óstjórnina á dög-
um Lodvíks 15. Pessi ár lifði hann í París, og
bjó saman við stúlku eina frá Orleans, og átti
með hertni nokkur börn. Börnin báru þau út,
létu þau finnast við dyr á húsi, þar sem börn
voru alin upp, er fundust út á víðavangi. Altaf
var hann fátækur og lifði mest á því að skrifa
upp nótur. Svo fór hann að langa út í sveila-
lífið aftur og settist að hjá vinkonu einni, er
hét frú d’ Epinay, í höll einni skamt frá París.
Par var hann í tvö ár, en svo hélt hann til í
annari höll nm nokkur ár þar á eftir. Var þá
ýmist að höfðingjafólkið vildi ekki sjá hann,
eða þá að hann var velkominn með því. Hann
þóttist reyndar bæði hata og fyrirlíta aðalinn,
en gat þó ekki með neinu móti án hans lifað.
Hann var í einu bæði höfðingjahatari og höfð-
ingjasleikja, og má hver, sem er alveg laus við
þann galla, lá honum það ef hann vill. Hann
heimtaði það vægðarlaust, að menn skyldu hverfa
aftur sem mest til hins fábrotna náttúrulífs, og
það svo, að Voltaire skrifaði honum í skopi, er
hann var búinn að lesa rit hans: »Eg trúi að
mig sé nú farið að langa til að ganga á fjór-
um fótum, síðan eg las rit yðar.«
En hann lét sér ekki nægja að rífa niður
eins og sumir; hann vildi byggja upp aftur
annað nýtt. Hann gaf út tvö rit, bæði árið 1762.
Annað var um stjórnarfar, og hét »Pjóðfélags-
samningur« (Contrat social); aðalefni þess var
að sýna fram á, að einveldið ætti að vera í
höndum þjóðarinnar; hún ætti hvorki að geta
selt af hendi vald sitt, né láta neinn hafa
hönd í bagga með sér, og engin takmörk eiga
að hafa. Petta lýðvaldsborna hugsjónaríki hans
var að vísu staðleysan tóm, en það var borið
fram með svo glæsilegri 'mælsku og andríki, að
það dró tjald yfir alla gallana, svo að þessi
lofgerð um einveldi lýðsins og alþjóðaviljann,
sem ekki gæti yfirsézt, smaug inn í þjóðina og
braust að síðustu út í byltingunni miklu, En
hvað hentugar kenningar hans voru þegar til
kastanna kom, sást bezt á því, þegar Róbespjerre
og hans liðar fóru að fylgja þeim fram; því
að Róbespjerre sá ekki sólina fyrir Rousseau og
fylgdi bókstaflega kenningum hans. En það var
iangt frá Rousseau að vilja láta þær rætast og
festast með blóði og manndrápum.
Hitt ritið heitir »Emi!«. Pað er löng bók
og mikil og er öll um barnauppeldi og fncðslu
þeirra, í skáldsöguformi. Pað er stórmerkilegt
rit enn í dag. Að aðalefninu til heldur hann
því fram, að mesta stund skuli leggja á
það að ala upp hjarta barnsins til hins góða,
og láta það sitja í fyrirrúmi fyrir því að troða
það fult með allskonar lærdómsþekkingu. Hún
geri lítið til þess að gera sannan mann úr því-
Hann vill ekki vera að troða í þau ákveðnum
trúarsetningum, en glæða kærleikann til guðs
og manna. Petta uppeldi á móðirin mest að
hafa á hendi framan af. Allir eiga að læra ein-
hverja iðn og lifa síðan óbrotnu bændalífi út í
náttúrunni og sveitunum. Bókin studdi mjög
-að því, að auka umhyggjusemi með uppeld1