Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Síða 22
142
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
mannanna, upp til heimkynna himnanna og
fengu fyrirgefningu föðursins.
Eg, sem tala til yðar, var á meéal þeirra,
sem höfðu fallið dýpst.
Mér óaði við, þegar eg sá Ijósið flóa bjart
og tært út yfir jörðina.
Eg skelfdist, þegar eg sá stóra flokka synd-
bundinna sálna hefja sig upp til Ijóssins.
Við, sem eftir vorum, börðumst eins og
mátturinn var til, við sendum út hugsanir
hatursins og vonzkunnar, og þær dundu á
mönnunum og fæddu verk vonzkunnar í heil-
um þeirra og hjörtum.
En í baráttunni heyrðum við mannaraddir,
sem báðu guð og sögðu: »Drottinn, miskun-
aðn syndbundnu sálunum, fyrirgefðu þeim,
lyftu þeim upp til ríkis þíns, dragðu þær nær
þér, burtu frá jörðinni, til þess að mennirnir
geti lifað á jörðinni án þess að myrkrið nái
valdi yfir þeim.«
Og við sáum heila herskara af öndum
ljóssins stíga niður til jarðarinnar. Peir töluðu
við allar bundnu sálirnar, báðu þær að verða
sér samferða heim og lofuðu þeim fyrirgefn-
ingu föðursins. Og allar fylgdu þær þeim.
Eg — eg var eftir aleinn — aleinn með alla
mína hrelling og angur. Hvar sem eg fór um
jörðina var eg aleinn — aleinn meðal mann-
anna. Og þá fór að vakna í hjarta mínu þrá,
þrá eftir að komast heim til föðursins.
Pá stóð engill ljóssins við hliðina á mér.
Hann rétti mér hendina og mælti ástúð-
lega: »Bróðir, komdu, faðir vor kallar á þig.«
En eg tók fyrir andlit mitt og mælti: »Eg
get ekki farið með þér; enginn maður vill
biðja fyrir sáluhjálp minni.«
En hann sagði: »Eg skal fara með þig til
manna, sem ætla að biðja fyrir þér.«
Og hann fór með mig á eitthvert svið,
þar sem margir af öndum Ijóssins voru saman
komnir. Reir gáfu mér rúm þegjandi, og eg
sá að þáð voru menn á meðal þeirra.
Pá hörfaði eg til baka í angist og æpti:
»Bróðir, þessir veiku menn þora ekki að biðja
fyrir tnér,« en bróðir minn og frelsari mælti:
• Segðu þessum mönnum, hver þú ert, og
hvað þú hefur syndgað, og þeir munu biðja
fyrir þér; því þeir hafa lært, að miskun Drott-
ins er óendanleg og elska föður vors yfirgeng-
ur allan skilning.*
Rá bað eg titrandi þessa meim að ákalla
föðurinn um frið og fyrirgefningu fyrir mig.
Og þeir báðu og sögðu: »Drottinn, miskun-
aðu þessum syndara, afmáðu alt og lyftu hon-
um upp til þíns ríkis.«
Pá heyrði eg kröftuga rödd, sem talaði til
mín: »Syndir þínar eru þér fyrirgefnar; komdu
heim aftu.r til þess heimilis, sem þú ert frá
horfinn.« Og allir andar Ijóssins hópuðust >
kring um mig og buðu mér ástúðlega að
verða sér samferða — og þeir fylgdu mér
heim til föðursins.
Pað eitt er víst — líkn föðursins er óend-
anleg og elska föður vors yfirgengur allan
skilning.
Maður nokkur átti nokkra dýrindis epla-
kjarna. Hann lagði þá með mestu umhyggju-
semi í beztu frjómoldina í garðinum sinum.
hann týndi einum kjarnanum meðan hann var
að vinna að þessu. Hann leitaði alstaðar með
mestu þolinmæði að týnda kjarnanum, en
hann fann hann ekki, og varð sárhryggur af
að finna hann ekki.
Svo liðu langir tímar. Allir eplakjarnarnir
höfðu skotið frjóöngum upp úr jörðunni,
sumir voru veikir og máttvana, aðrir báru
gróðurmögnuð blöð og sumir báru blóm.
En einn daginn, þegar hann var að aðgæta
plöntur sínar, fann hann lítinn anga út í út-
jaðrinum á garðinum — og þá datt honum
týndi kjarninn í hug.
Hann gróf gætilega í kring um hann, og
furðaði mjög, er hann sá hvernig öllu var
varið. Kjarninn hafði fallið í jörðina þannig,
að gróðuranginn sneri niður. Svo hafði hánn
orðið fyrst að vaxa niður, og síðan að snúa
við og smeygja sér 'upp með kjarnanum, þang-
að til hann smaug upp úr jörðinni, boginn
og grannur.