Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Side 23
BÓKMENTIR
143
— Sannlega segi eg yður — alt líf leitar til
Ijóssins. Ef það kemst ekki beina leið, fer það
dimmu leiðina og krókóttu til þess að ná
þangað.
Bókmentir.
Eitt af því sem hefur einna mesta þýðingu
fyrir sögu hverrar þjóðar er safn af vel rituð-
um og áreiðanlegum æfisögum þeirra manna,
er einna mest hefur kveðið þar að á einhvern
hátt; það er að visu gott að fá góðar og
skilmerkilegar æfisögur þeirra manna, sem látið
hafa til sín taka í stjórn landanna, kastað þeim
að einhverju leyti fram og haft mikil og heilla-
vænleg áhrif á þjóðlífið. Eg skal þar til nefna
af hinum eldri tvær ágætar æfisögur eftir Svein
lækni Pálsson, æfi Bjarna Pálssonar landlækn-
is og Jóns konferenzráðs Eiríkssonar.'A seinni
tímum höfum vér enga æfisögu, sem neitt
kveður að, nema æfisögu Péturs biskups Pét-
urssonar, sem er bæði löng og nákvæm og
felur í sér mikinn fróðleik, og er ágætlega
rituð, sem er höfundarins von og vísa, en ef
til vill dálítið einhliða. Enginn hefur enn ráð-
ist í að rita æfi Jóns Sigurðssonar, enda er
hún ef til vill nógu nærri sumum til þess
að gera það afdráttarlaust. Eggert Ólafsson og
Magnús Stephensen bíða líka, og væri þó
bráð þörf á að taka sögu þeirra rækilega, eink-
um Magnúsar, því að talsverður misskilningur
mun enn vera á honum í landi hér. Gamlar
æfisögur þarf að prenta, t. d. Síra Jóns Stein-
grímssonar og síra Porsteins Péturssonar, sem
báðar eru til í handritum og hafi mikið efni
í sér fólgið til þess að skýra menningarsögu
18. aldarinnar. Hef eg áður getið þess hér í
þessu riti. Sögur Jóns Espólíns og Gísla Kon-
ráðssonar eru að vísu góðar, en ekki jafnast
þær þó við hinar að þýðingu; en það er
vonandi að þær komi á eftir. Pað er að koma
svo mikið skrið á sögufróðleik vorn íslendinga,
nú síðast Alþingisbækurnar, sem eru að byrja
að koma.
En eg ætlaði nú ekki að fara að rita um
þessar eldri æfisögur vorar, þó að það færi
nú svona. Eg ætlaði að minnast aðeins lítillega
á Bólu-Hjálmars-sögu, sem út var gefin ívet-
ur, og samið hefur Brynjólfur Jónsson frá
Minna-Núpi eftir efni, sem Símon Dalaskáld
hefui tínt saman. Pað var gott að saga þessi
var rituð, og flestir kannast við höfundinn,
hvað honum ferst vel að koma söguefni í lag-
legan sögustíl, síðan hann gaf út Þuríðar-sögu
formanns og Kambsránsmanna. í sögu þessari
er tínt til flest eða alt það, sem alment er
kunnugt um Hjálmar, bæði fyr og síðar, og
má ætla að það sé svo áreiðanlegt, sem tök
eru á eins og nú stendur á.
Eiginlega er sagan mest samsafn af smá-
sögum af Hjálmari, eins og þær hafa gengið
manna á milli í Skagafirði og víðar þar sem
menn þektu til hans. En eigi verður það dul-
ið, að meira ber þar á ýmsu af hinu lakara
tæginu en hinu betra, og er það eðlilegt, því
að vanari eru menn því að halda fremur uppi
því lakara en betra, ekki sízt skammavísum;
þykir meira bragð að því en hinu, sem betra
er. Pað hefur því farið líkt með Hjálmarssögu
eins og æfisögu Sigurðar Breiðfjörðs, semjón
Borgfirðingur samdi og gaf út 1878. Pað
verður samsafn af þeim sögum, sem mest er
haldið á lofti um mennina, og af því að hvor-
ugur bar gæfu til þess að vera slíkir mein-
hægðarmenn, eða þá reglumenn, eftir kvarða
almenningsálitsins, að ekki væri töluvert um
þá talað, og voru skáld í betra lagi í ofanálag,
þá varð það ósjálfrátt verri hliðin, sem lenti
upp, en betri hliðin lenti ósjálfrátt í því að
vita niður, svo að það bar svo lítið á henni,
minna en hefði mátt verða, ef rétt hefði verið
skoðað. Sigurður var að vísu orðinn svo fjærri
í tímanum, að lítið var annað við að styðjast
en kvæði hans, munnmælasagnir og svo fáein
réttarpróf; en Hjálmar var miklu nær okkur.
Pað man hann enn fjöldi manna vestra og
víðar, og líklega eru endurminningarnar svip-